Þættirnir um Yes Primeminister og Yes minister sem framleiddir voru á níunda áratugi síðustu aldar eru að dómi Helgarnestisins eitt það albesta sjónvarpsefni sem gert hefur verið.
Hvernig höfundar þáttanna telja að kaupin á eyrinni ganga fyrir sig er allvel lýst í þáttunum. Uppbygging kerfis, hlutverk stjórnmálamanna og verkaskipting milli þeirra og opinberra starfsmanna eru gerð góð skil. Togstreitan milli íhaldssemi kerfisins og þeirra sem vilja breyta einhverju er gegnumgangandi þema þáttanna og kristallast í baráttu ráðherrans James Hacker og ráðuneytisstjórans Sir. Humphrey Appleby.
En er eitthvað til í þeirri veröld sem þættirnir lýsa?
Helgarnestið mun í dag gera aranalýsu á ýmsum flötum íslenskra samfélags borið saman við frasa og glefsur úr fyrrnefndum þáttum. Aðferðarfræði rannsóknar þessarar byggist á slembiúrtaki úr handritum þáttanna, sem borið er saman normatívt við kvantatívan mælikvarða íslenskra stjórnmála. Krónólógískri aðferð er sleppt, en kaótískt vinnulag haft í hávegum. Niðurstöðurnar eru vegið meðaltal í fjórða veldi sem sett verður fram í formi annarar gráðu jöfnu. Spurt verður spurninga í sjö liðum, en lesendum látið eftir að draga ályktanir.
Góða skemmtun!
1. “It will be different if the government were a team, but in fact they are a loose confederation of warring tribes”.
Er samkomulag í stjórnmálaflokkum eins og best verður á kosið? Eru allir vinir í pólitík? Er samvinna og samband manna innan flokka að meginstefnu til ekkert annað en lausleg samvinna stríðandi ættbálka? Jóhanna Sigurðardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson eru kannski fólkið sem best fær svarað þessu álitamáli. Bæði hrökkluðust þau úr ríkisstjórn. Og af hverju? Var það af því að þau urðu undir voru veikari og nýttust ekki lengur í leiknum? Hver man ekki síðan Gunnar Örlygsson sem varð flokkaflótta úr Frjálslynda flokknum og fékk pólitískt hæli í Sjálfstæðisflokknum? Og af hverju? Var einhver vondur við hann?
2. Jim Hacker“These figures are just guesses.“
Sir Humphrey: „No, they are government statis….. they’re facts.
Eru tölur frá ríkinu staðreyndir, sem ekki verður efast um. Gefa fjárlögin rétta mynd af rekstri ríkisins? Bera ellilífeyrisþegar minna úr býtum núna heldur en 1990 miðað við vísitöluhækkun? Eða hefur kaupmáttur aukist í staðinn? Er hagvöxtur að aukast eða minnka? Stendur þjóðarbúið vel eða illa? Hér skiptir væntanlega öllu máli hvort þú ert fylgjandi ríkisstjórn eða andsnúin. Stjórnarandstaða er a.m.k. oft nösk á að snúa tölfræði sér í hag, meðan stjórnarsinnar telja sömu tölfræði styðja málstað sinn fullkomlega.
3.“The public doesn’t know anything about wasting government money, we’re the experts.“
Hlustendur Útvarps Sögu draga ofangreint allavega stórlega í efa. Þar veit nánast hver einasti hlustandi sem hringir inn hvernig er hægt að eyða skattfé betur og iðulega mun betur heldur en þeir sem fara með fjárveitingavaldið.
4.Sir Ian Whitchurch: „First of all, you have to sort out the smooth running of the hospital. Having patients around would be no help at all.“
Sir Humphrey: „They just be in the way.“
Umræða um heilbrigðismál er jafnan ofarlega á baugi og hvernig verja skuli þeim fjármunum sem lagt er í þennan málaflokk. Góð heilbrigðisþjónusta veitir meðferð við sjúkdómum á hagkvæmasta hátt sem völ er á. Rekstur sjúkrahúss snýst um fólk og þjónustu við sjúklinga. Vandamálið er hins vegar það að þjónusta og innlögn hvers sjúklings kostar peninga. Ekki er vafamál að leysa mætti rekstrarvanda sjúkrahúsa hérlendis, með því einfaldlega að taka ekki á móti sjúklingum til innlagnar eða meðferðar. A.m.k. myndi það auðvelda stjórnendum slíkra sjúkrahúsa að reka þau og gera reksturinn hagkvæmari. Eða er kannski einhver hugsunarvilla hér á ferð?
5. Jim Hacker: „Tiny mistake? 75,000 pounds [wasted]! Give me an example of a big mistake.“
Sir Humphrey: „Letting people find out about it.“
Ef til vill er sannleikskorn í ofangreindu. Að minnsta kosti er það einfaldara að koma því þannig fyrir að enginn komist að þeim mistökum sem þú hefur stuðlað að, í stað þess að viðurkenna þau. Sama hvaða barnabókasiðfræðin segir, ofangreint er iðulega betra.
6. Sir Humphrey: „Bernard, subsidy is for art…for culture. It is not to be given to what the people want, it is for what the people don’t want but ought to have.“
Einmitt, styrkja það sem ber sig ekki sjálft en nauðsynlegt er að hafa. Ætli nokkuð svona fyrirfinnist hér á landi? Telst ofangreint til forsjárhyggju? Ber ballet og listdans sig ekki örugglega? Ballet er varla á ríkisstyrkjum eða…?
7.Sir Humphrey: „We must, in my view, always have the right to promote the best man for the job, regardless of sex.“
Lýsir ofangreint vandamálum jafnréttisbaráttunnar betur í hnotskurn en langhundar um sama efni? Já ætli það ekki bara.
Góða helgi!
- Kveikt er ljós við ljós – burt er sortans svið - 24. desember 2020
- Hæstivirtur forseti,Royal Straight Flush! - 21. febrúar 2008
- Má Kaupþing þetta? - 7. nóvember 2007