Sókn Kínverja á vestræna markaði með kaupum á fyrirtækjum eins og Unocal og Maytag er efni margra blaðagreina upp á síðkastið. Ekki hefur verið hægt að opna dagblað án þess að heyra hve efnahagsvöxturinn í Kína hefur verið mikill eða hvaða kínverska bílafyrirtæki er næsta Toyota. En minna fer fyrir umræðu um ásókn kínverja í iðnaðarleyndarmál vestrænna fyrirtækja – sama hvernig farið er að.
Nýlega fréttist af vírus sem flæddi um internetið, svokölluðum Trojuhesti, sem nær í gögn á sýktum Windowstölvum (óvirkur á önnur stýrikerfi) og nefnist hann Myfip. Þessi vírus og önnur afbrigði sem fylgdu í kjölfarið leituðu að pdf skjölum og öðrum s.s. cad og cam skjölum sem gjarnan eru notuð til að geyma iðnaðarteikningar og sendu í aðra tölvu.
Þetta kom í ljós eftir að maður að nafni Joseph Stewart hjá fyrirtækinu Lurhq skoðaði kódann sem liggur að baki Myfip og í ljós kom að vírusinn sendi gögn til internetnotanda í þriðju stærstu borg Kína, Tianjin. Upphafsmaður eða menn vírusins gáðu ekki betur að sér en það að hægt var að sjá hvaðan þeir höfðu sent hann og hvert gögnin voru send til baka, mistök sem sjaldan sjást hjá vönum tölvuhökkurum. Spurningin er þó hvort það skipti viðkomandi einhverju máli þó upp komist um vírussendingar af þessum toga því það virðist sem kínversk yfirvöld líti í hina áttina þegar ekki er um að ræða mál sem varða þjóðarhagsmuni.
Í öllu falli er það vaxandi vandamál hjá vestrænum fyrirtækjum hvernig kínversk fyrirtæki svífast einskis í því að stela og herma eftir hugmyndum þeirra og setja svo vöru á markað sem, í mörgum tilfellum, er alveg nákvæmlega eins en mun ódýrari og hversu lítið er gert í þessum málum hjá kínverskum yfirvöldum.
Heimild: Forbes.com
- Hvít heyrnartól - 2. desember 2005
- Aðeins um nýjustu geisladiskana - 12. október 2005
- Iðnaðarleyndarmál frítt til Kínverja - 3. september 2005