Eins og þjóðin hefur eflaust tekið eftir þá er R-listinn að líða undir lok og ekki lengur munu flokkarnir sameinast til þess að halda völdunum frá Sjálfstæðismönnum.
En í ljósi þessa verður að líta á verk hvers flokks í þessu samstarfi því það er víst einhver er ábyrgur fyrir öllu. En nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn það verk fyrir höndum að greina hver gerði hvað og segja borgarbúum hvað þeir muni gera betur og hvernig þeir muni gera það. Ég vona a.m.k. að það verði ekki eitt annað kosningarárið þar sem verður bara vælt um fjármálastöðuna í borginni.
Hvaða flokkur er í raun ábyrgur fyrir hverju? Stefán Jón Hafsteinn er í Samfylkingunni og hann ber ábyrgð á menntamálum, Björk Vilhelmsdóttir er í Vinstri Grænum og hún ber ábyrgð á strætómálunum, Dagur B. Eggertsson er óháður og er með skipulagsmálin á sinni könnu, Alfreð Þorsteinsson fékk það verkefni að sjá um Orkuveituna og síðan er það hún Steinunn Valdís borgarstjóri sem er í Samfylkingunni en hún er konan sem tók við af Þórólfi Árnasyni sem tók við að Ingibjörgu Sólrúnu og hún hefur það verkefni að halda utan um þetta allt og halda stjórn.
Hvernig hafa þau svo staðið sig?
Menntamálin eru langt frá því í góðum málum því skólar í
einkarekstri hafa lent einstaklega illa í því og hafa í raun verið sveltir peningum og er nú staða þeirra það slæm að margir þeirra geta ekki lengur staðið í rekstri. Það hefur í raun verið markvisst unnið gegn einkareknum grunnskólum. Ekki er það allt því leikskólar í borginni
eru einnig í slæmum málum því ekki eru nægir peningar til að halda uti fullu starfi og veldur því manneklu.
Ekki er það allt því þá munu börnin líklega þurfa að
hætta á hádegi eitthverja daga í viku. En í okkar samfélagi er mikið um einstæða foreldra sem vinna úti og einnig foreldra sem eru í sambúð og vinna báðir úti og ég sé ekki hvernig þau eigi að komast úr vinnu á hádegi vegna þess að barnið þeirra fái ekki leikskólavisst lengur en það. En á sama tíma er verið að vinna að gjaldfrjálsum leikskóla en einnig á að hækka gjöldin á þau pör sem annað er útivinnandi og hitt í námi. Þetta er svo sannarlega
mikill tvískinningur.
Strætómálin hér er svo sannarlega ekki í góðum málum að mínu mati. Nú hefur leiðum fækkað, mikið lengra er fyrir fólk í strætó og í tíma R-listans hefur fullorðinsgjaldið í strætó hækkað um 83% og áður var til eitthvað sem hét unglingagjald en ef litið er til þess þá hefur gjaldið fyrir unglinga hækkað um 360% það er ekki eðlileg hækkun. En þrátt fyrir nýtt strætókerfi og hækkun gjalds hefur farþegum ekki fjölgað og fjölskyldur eiga í dag mun fleiri bíla en áður. Markmið þeirra hefur verið að fjölga farþegum og minnka því notkun einkabílsins.
Skipulagsmálin eru sama farveg og áður því nú er skólatíðin að hefjast á ný og ekki er enn búið að vinna að breittum gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubraut þrátt fyrir að ríkið hafi boðið borginni peninga í þetta verkefni. Samkvæmt Sjóvá eru þetta hættulegustu gatnamótin.
Orkuveitan, blessuð Orkuveitan er auðvitað eitthvað sem má ekki gleyma því hún er svo sannarlega eitt stórt fíaskó. Öll bygging Orkuveituhússins er svartur húmor eða með öðrum orðum finnst mér oft þegar mér eru sagðar þær upphæðir sem hafa farið í byggingu þessa húss þá held ég að það sé verið að gantast í mér. Þessar upphæðir eru orðnar allt of háar og erfitt verður fyrir fyrrum R-listafólk að svara fyrir þetta.
Síðan má benda á það að það var Ingibjörg Sólrún sem hóf þetta kjörtímabil og sagðist ekki ætla í landspólitíkina, hún ætlaði að þjóna borgarbúum í fjögur ár í viðbót ef hún yrði kosin en allt kom fyrir ekki en hún er farin í landspólitíkina og við henni tók Þórólfur Árnason og var hann svo sem fínn hann féll vel í kramið hjá borgarbúum og var ekki mjög pólitískur en vegna samráðs olíufélaganna þá þurfti hann að segja af sér og þá komu vandræðin fyrst í ljós.
Hver átti að taka við af honum? Þegar valið fór fram var eins og sá aðili sem myndi fá stólinn mætti ekki vera of mikill leiðtogi því ekki mátti neinn flokkur verða betri en hinn því var það Steinunn Valdís sem varð fyrir valinu. Hún er ekki ógn við hina flokkana og alls ekki
nógu mikill leiðtogi til að hræða neinn af flokksmönnum sínum hún kemur út eins og peð í leik flokkanna svo í fyrsta sinn síðan að Ingibjörg hætti myndi eitthver annar skína í borgarstjórn en borgarstjórinn.
Nú er kosningarslagurinn að fara í gang og skemmtilegt verður að sjá hvernig hann fer af stað.En nú vona ég bara að Reykvíkingar gleymi ekki og láti flokkana sem stóðu að R-listanum vera ábyrga fyrir gjörðum sínum.
- Óður til Dollýar - 29. júlí 2021
- Aðförin að heilbrigðisþjónustu landsmanna - 9. júní 2021
- Þegar mennskan hverfur - 26. apríl 2021