Hreyfingarleysi og mataræði íslenskra barna hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu, þar sem börnin hafa verið að þyngjast óeðlilega mikið. Þegar maður veltir því fyrir sér hver ástæðan sé fyrir þessari þyngdaraukningu barna á Íslandi sem og í öðrum löndum þá kemur margt til greina. Mikilvægt er að foreldrar sjái börnum sínum fyrir næringaríkri og hollri fæðu því það eru jú foreldrarnir sem setja línurnar í þeim fæðutegundum sem að börnin eru að neyta. Einnig er mikilvægt að skólarnir setji gott fordæmi og hafi holla fæðu á boðstólnum sem samanstendur af þeim nauðsynlegu næringarefnum sem börnin þurfa til þess að líða vel.
Rannsóknir leiða í ljós að um fjórðungur íslenskra barna eru of þung og hefur of feitum börnum fjölgað hlutfallslega mest á síðustu árum. Talið er að um 26% níu ára barna séu of þung eða of feit, sem er gífurlega hátt hlutfall í litlu þjóðfélagi eins og á Íslandi.
Það eru ekki einungis börning sem eiga við aukna offitu að stríða heldur eru það einnnig menn og konur á öllum aldri sem eru að glíma við þetta vandamál. Allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessum málaflokki sýna sömu niðurstöður, fjöldi þungra og of feitra fer ört vaxandi. Einnig er talið að offituvandamál séu eitt algengasta heilsufarsvandamál vestrænna þjóðfélaga, en 20% Evrópubúa og 33% íbúa Bandaríkjanna eru of feitir miðað við alþjóðastaðla.
Hvað er til ráða og hvað skal gera til þess að sporna við þessu stóraukna heilbrigðisvandamáli? Vissulega þarf að vekja athygli á því hversu mikilvægt heilbrigt líferni er því með þessu áframhaldi mun offita aukast verulega og líkur mannsins á langri ævi styttast til muna vegan aukinna kransa- og æðasjúkdóma. Hreyfing og útivist er öllum til bóta og því mikilvægt að við stundum hana fyrir líkama og sál, Jafnframt verðum við að hvetja börnin okkar til þess að leggja frá sér fjarstýringuna eða sleppa lyklaborðinu og fara út að leika sér því með neyslu á óhollum mat er hreyfing þeim mun mikilvægari.
En það eru jú auðvitað við sjálf á endanum sem að ákveðum hvað það er sem að við setjum ofan í okkur en reynum að vera skynsöm og velja hollari kostinn því hann mun stuðla að hollara líferni og fallegri líkama.
- Kynlífsfíklar og villimenn - 11. maí 2005
- Einn Big Mac takk - 1. apríl 2005