Svarthöfði hefur margoft brotið reglur geimréttarins.
|
Í fyrsta pistli mínum um réttarstöðu geimfara kom samningurinn um rannsóknir og not ríkja af himingeimnum, tungli og stjörnum við sögu. Í þessum pistli verður fjallað nánar um efnisreglur samningsins.
Efnisreglur samnigsins eru margar hverjar meginreglur geimréttarins. Þær hafa mótað efni annarra þjóðréttarsamninga á þessu sviði. Til gamans má geta að Íslendingar gerðust aðilar að samningnum árið 1969.
Hér á eftir fylgir stutt upptalning á helstu reglum samningsins.
Helstu reglur:
– Geimurinn er sameign mannkyns
– Öllum ríkjum er frjálst að kanna geiminn og stunda þar rannsóknir.
– Ríkjum er frjáls för um geiminn.
– Ekki er hægt að nema landssvæði í geimnum.
– Aðgerðir ríkja í geimnum skulu vera í samræmi við reglur þjóðaréttarins, m.a. í samræmi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, í þeirri viðleitni ríkja að tryggja frið og öryggi, skilning og samvinnu.
– Bannað er að koma fyrir kjarnorkuvopnum og öðrum gjöreyðingavopnum í geimnum. Hvort sem er á stjörnum, tungli eða á sporbraut í kringum jörðu.
– Tungl og stjörnur skulu notuð í friðsamlegum tilgangi.
– Bannað er að koma fyrir herstöðum eða stunda tilraunir með hernaðarlegu ívafi í geimnum.
– Geimfarar eru könnuðir alls mannkyns. Ríki skulu aðstoða þá ef eitthvað kemur upp á. Geimfarar skulu aðstoða aðra geimfara.
– Ríki bera ábyrgð á þeim sem þeir senda út í geim hvort sem þeir eru opinberir aðilar eða einkaaðilar. Ríki bera skaðabótaábyrgð ef önnur ríki verða fyrir tjóni vegna aðgerða þeirra í himingeimnum.
– Ríki fara með lögsögu yfir geimförum sínum, áhöfn þeirra hvort sem hún er í geimskipinu eða á vappi í geimnum.
– Ríki skulu aðstoða hvort annað og virða í geimnum.
– Ríki skulu upplýsa mannkynið um uppgötvanir sínar í geimnum að svo miklu leyti sem mögulegt er.
– Ríki hafa gagnkvæman rétt til að nota geimstöðvar, útbúnað og geimfarartæki annara ríkja.
Í næsta pistli verður fjallað um nokkur þjóðréttarleg vandamál sem upp gæti komið ef geimverur kæmi til jarðarinnar.
- Fara fyrirætlanir E.C.A. Program gegn samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar? - 24. mars 2010
- …að vera eða vera ekki herloftfar… - 23. mars 2010
- Friðlýsingahugmyndir stangast á við hafréttarsamning SÞ - 19. maí 2009