Aðskilnaður ríkis og kirkju er eitthvað sem flest allir hafa velt fyrir sér. Flestir hafa jafnframt skoðun á því. En hvað um kristnifræði í grunnskólum og ég tala nú ekki um kristnifræði í leikskólum? Ég hef velt því lengi fryrir mér hvort það sé rétt að kenna kristinifræði og að hafa alltaf kirkjuferðir árlega um jólin í flestum skólum landsins. Síðan,til að bæta gráu ofan á svart, þá komst ég að því þegar ég las Morgunblaðið í gær að bænahald er víst í eitthverjum leikskólum landsins og sló það mig gjörsamlega út af laginu.
Í 5-7 bekk í grunnskóla gengur hvert barn í gegnum kristnifræði. Fáir setja sig upp á móti því en nú hafa heyrst raddir þess efnis að kristinfræði sé ekki æskilegt námsefni og hvort það væri ekki réttara að kenna trúarbragsðfræði? Er það ekki eðlilegt miðað við þær breytingar sem þjóðfélagið okkar er að ganga í gegnum, þar sem fleiri íslendingar af erlendu bergi brotnu ganga í skólana okkar og enn fleiri eru í öðrum trúarsöfnuðum en þjóðkirkjunni. Er ekki kominn tími til að við breytum áherslum í trúarbragðakennslu í grunnskólum landsins.
Það er ekki sjálfgefið að barn sé kristið og hví þá að vera að hafa kristna siði í skólahaldi s.s. fara í kirkju um jólin, syngja kristinlega sálma, fá presta í skólan til að tala um kristni og svo framvegis. Væri ekki best ef við breyttum þessu þannig að það sé kennd trúarbragðarfræði í hverjum skóla landsins og þá farið yfir a.m.k. helstu trúarbrögðin og sagt frá þeim hefðum sem hver trú hefur.
Við verðum að vera opin í hugsun gagnvart hlutum sem eru öðruvísi en við eigum að venjast Ef það er trúfrelsi á Íslandi, er þá ekki best að það ríki jafnt hjá ungum sem öldnum, hvítum jafnt sem svörtum. Síðan má ekki gleyma því að einhvern daginn munum við vera fjölþjóðasamfélag og þá væri nú mjög gott ef við værum búin að kenna börnunum okkar sem mest um trúarbrögð heimsins til að fyrirbyggja fordóma og tryggja það að það sé gott að búa á Íslandi.
Ó barna vinur mesti
- Óður til Dollýar - 29. júlí 2021
- Aðförin að heilbrigðisþjónustu landsmanna - 9. júní 2021
- Þegar mennskan hverfur - 26. apríl 2021