Ölráða

Flestir hafa eflaust heyrt af því að beiðni Bobbys Fishers um íslenskan ríkisborgararétt er nú til meðferðar hjá Allsherjarnefnd Alþingis. En það er annað mál sem nefndin skeggræðir um þessar mundir sem sá sem þetta skrifar fylgist með af mun meiri áhuga. Þetta er auðvitað frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttu og fleiri þingmanna lækkun áfengiskaupaaldurs á niður í 18 ár.

Flestir hafa eflaust heyrt af því að beiðni Bobbys Fishers um íslenskan ríkisborgararétt er nú til meðferðar hjá Allsherjarnefnd Alþingis. En það er annað mál sem nefndin skeggræðir um þessar mundir sem sá sem þetta skrifar fylgist með af mun meiri áhuga. Þetta er auðvitað frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttu og fleiri þingmanna lækkun áfengiskaupaaldurs á niður í 18 ár.

Þetta mál snýst auðvitað fyrst og fremst um sanngirni. Fullorðið fólk á að hafa rétt á því að ráða sér sjálft. Menn mega hins vegar auðvitað ekki vera blindir á þau vandamál sem aukinn neysla áfengis fylgir, sama í hvaða aldurshópi hún kemur.

Frelsi getur skapað samfélagsleg vandamál, á því er engin vafi. Eflaust mætti fækka umferðaslysum eitthvað ef kröfur sem gerðar eru til bílprófs væru svipaðar þeim sem krafist er af skipstjórum eða atvinnuflugmönnum. Við verðum að meta það upp við okkur í hverju tilfelli fyrir sig hvort við metum meira frelsið eða fóðruðu veggina. Bílar eru leyfðir. Kókaín er bannað en áfengið leyft.

Með því að leyfa áfengi er samfélagið að gefa mönnum val. Það er erfitt skilja hvers vegna 19 ára einstaklingur, sem ber ábyrgð á öllum sín gerðum, getur ekki nýtt sér þetta val. Hvað getur hann, greyið, gert í því að einhver annar í hans aldurshópi muni keyra fullur eða kaupa bjór fyrir kærustuna sína sem enn er í grunnskóla?

Þeir sem þekkja til skrifa minna hér á Deiglunni taka eflaust eftir að þetta er líklegast í fimmta skipti sem ég tjái mig um þetta mál. Eflaust veltir einhver því fyrir sér hvað hálfþrítugir menn séu að æsa sig yfir svonalöguðu. Kannski skýrist þetta af einhverju leiti af einhvers konar æskuþrá. Nú þegar Gallup-aldursflokkurinn 25-34 ára nálgast með ógnarhraða, er þörfin fyrir að viðhalda unglingskap meiri en nokkru sinni fyrr. Það verður vart gegn betur en með baráttu fyrir málstað sem snýr eingöngu að fólki á aldrinum 18-20 ára.

En það eru fleiri sem þjást af fortíðarþrá í þessum efnum. Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, eins umsagnaraðila með frumvarpinu, má lesa grein sem heitir, Áfengismálastefna Íslendinga, en gæti reyndar heitið „Bannárin – það voru tímar, maður! Ég hvet eindregið alla lesendur til að kynna sér greinina, sem skrifuð er í þátíð. í fleiri en einum skilningi. Hér fylgja nokkra tilvitnanir:

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.