Samgöngumál hafa verið mjög umræðunni að undanförnu og svo virðist sem þessi málaflokkur skipi sífellt stærri sess meðal úrlausnarefna stjórnvalda. Iðulega deila stjórnvöld jafnvel sín á milli um samgöngumál og þess á milli við hagsmunaðila. Samgöngu(vanda)mál eru til kominn vegna þeirrar þarfar fólks að komast á milli staða sem og vegna vöruflutninga. Helsta vandamálið, og það sem hefur einna mest verið fjallað um fjölmiðlum, lýtur að umferðarþunga innan borgarmarka Reykjavíkur. Mikil einkabílaeign er staðreynd og hafa núverandi borgaryfirvöld reynd að sporna við henni með ýmsum undarlegum ráðum – og eytt miklum kröftum í að gagnrýna löggjafann fyrir meinta kúgun í samgöngumálum.
En mætti ekki hugsa sér að hluti lausnarinnar á umferðarvanda borgarinnar lægi í sjálfri tilurð hans? Ef hægt væri að minnka þörf fólk til að ferðast á milli staða innan borgarinnar, myndi þá álagið á gatnakerfið ekki minnka? Umferð er afskaplega dýr og innanbæjarferðalög borgarbúa er þjóðhagslega mjög óhagkvæmd. Bensín, slit á götum, slys á fólki og skemmdir á munum sem valda hærri iðgjöldum trygginga, tímasóun og svo mætti lengi telja. Að gera ört vaxandi umferð öruggari er eilífðarverkefni og geysilega dýrt. Ef hægt væri að minnka þörfina sem veldur umferðinni væri mikið unnið.
Einn þáttur í því að minnka þessa þörf gæti falist í aukinni fjarvinnu fólks. Líkamleg nærvera á vinnustað er í flestum tilvikum stórlega ofmetin, auk þess sem hún er dýr fyrir viðkomandi fyrirtæki. Ef hægt væri að gera fyrirtækjum og starfsfólki þeirra fjarvinnu raunhæfan kost mætti draga verulega úr umferð á helstu álagstímum – með tiltölulega litlum tilkostnaði. Í stað þess að einblína á vandamálið eins og það blasir við er oft hyggilegra að beina sjónum að tilurð þess. Aukin fjarvinna myndi ekki leysa umferðarvandamál höfuðborgarinnar í einu vetfangi – en fólk gæti stundað vinnu sína án þess að leggja í meiriháttar ferðlaga á hverjum degi, þá myndi það eflaust hjálpa mikið til.
- Rétta leiðin er aldrei auðveld - 3. febrúar 2023
- Foreldramótin - 10. júlí 2021
- Veiði eða della - 30. júní 2021