Það hlaut að koma að því

Í fyrsta sinn síðan frá upphafi síðasta árs kom hik á íslensku úrvalsvísitöluna, ICEX-15. Síðustu daga hefur hún lækkað verulega og er heildarlækkun síðustu viku um 9,43%. Þannig hefur markaðsverðmæti allra félaga í kauphöll lækkað um 90 milljarða króna.

Í fyrsta sinn síðan frá upphafi síðasta árs kom hik á íslensku úrvalsvísitöluna, ICEX-15. Síðustu daga hefur hún lækkað verulega og er heildarlækkun síðustu viku um 9,43%. Þannig hefur markaðsverðmæti allra félaga í kauphöll lækkað um 90 milljarða króna.

Margir hafa þó bent á að vöxturinn undanfarið ár hefur verið gífurlegur og þessar lækkanir undanfarna daga séu eðlilegar þar sem markaðurinn þurfi að “leiðrétta sig”.

Þegar litið er ár aftur í tímann þá er hefurávöxtun íslensk hlutabréfamarkaðar verið með ólíkindum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um tæplega 90% á meðan að markaðir erlendis hafa hækkað í mesta lagi um 10%. Það er ekki skrítið að fjárfestar klóri sér í hausnum og spyrji sjálfan sig hvort önnur internetbóla sé á leiðinni.


Að sumu leyti erum við að sjá svipaða þróun og átti sér stað tímabilið 1999-2000, miklar hækkanir áttu sér þá stað þess að haldbærar ástæður lægju þar á baki. Hefðbundnar verðmatsaðferðir á borð við sjóðsstreymisgreiningu fuku út í veður og vind og menn keyptu “væntingar” um að félögin héldu áfram að hækka.

Sama staða virðist uppi í dag. Verðmat félagana styður varla kaup á bréfunum á núverandi gengi. Stemningin virðist vera sú að fjárfestar virðast margir hverjir hafa horfið frá langtímafjárfestingum og leyfa menn sér að veðja á skammtímahagnað af hlutabréfum. Þessi hugsun er varhugaverð. Happadrýgra er að líta á fjárfestingu í hlutabréfum sem fjárfestingu til langs tíma, jafnvel tíu ára eða meira. Þeir sem stefna á fjárfestingu á markaði með skammtímagengishagnað í huga mun fljótt brenna sig.


Það er nokkuð ljóst að þær miklu hækkanir sem við höfum séð á innlendum mörkuðum geta ekki haldið áfram til lengdar. Lækkanir síðust daga hafa sýnt það. Margt bendir til þess að sú stemning sem ríkti þegar internetbólan blés sem hæst sé farin að kræla á sér á nýjan leik. Það er því full ástæða fyrir menn að fara sér hægt á markaði næstu daga og fylgjast vel með.

Latest posts by Ýmir Örn Finnbogason (see all)