Lítil þátttaka í nýafstöðnu kosningum til Evrópuþingsins er auðvitað ekkert annað en köld vatnsgusa framan í forystumenn menn ESB. Þátttaka var meira að segja dræm í þeim ríkjum sem nýverið fengu aðild að sambandinu. En hvernig stendur á því að fólk fagnar aðild en hefur svo engan áhuga á því að kjósa fulltrúa á Evrópuþingið.
Augljósasta skýringin er eflaust sú að þingið er valdalítið og kosningar til þess hafa því litla þýðingu. Í pistli sem Fanney Rós Þorsteinsdóttir skrifaði á Deigluna þann 2. júní síðastliðinn bendir hún á að í dönskum fjölmiðlum hafi sú skýring á áhugaleysi landsmanna helst verið nefnd, að almenningur telji það ekki taka því að kjósa. Danmörk hafi hvort sem er ekkert um málin að segja og það séu skriffinnarnir í Brussel sem mestu ráði.
En skýringin gæti einnig verið sú að almenningur Evrópu er bara hreinlega ekki innstilltur á hinn mikla pólitíska samruna sem embættismennirnir í Brüssel og stjórnvöld í aðildarríkjunum eru sífellt að þrýsta á um. Kannski eru íbúar Evrópu, kjósendur, að sækjast eftir allt öðru en pólitískum samruna?
Þórlindur Kjartansson fjallaði einmitt þessa hlið málsins í pistli hér á Deiglunni 28. desember síðastliðinn. Þar sagði hann meðal annars:
Versta þátttaka í Evrópuþingskosningum til þessa er hugsanlega merki um almenningur í Evrópu sé á svipaðri skoðun. Það eru þá skilaboð til stjórnmála- og embættismanna um að fara sér hægar í samrunaferlinu.
- Rétta leiðin er aldrei auðveld - 3. febrúar 2023
- Foreldramótin - 10. júlí 2021
- Veiði eða della - 30. júní 2021