Það sem menn kalla þvergöngu Venusar er þegar Venus gengur fyrir sólu, en þá sést Venus sem lítill depill á sólinni. Slíkt er þó ekki eins algengt og ætla mætti en Venus gengur umhverfis sólu á 7,5 mánaða fresti. Ástæðan er mismunandi halli á sporbrautum jarðar og Venusar, og á þetta sér því stað á 122 ára fresti og aftur eftir átta ár. Næsta þverganga mun eiga sér stað 8. júní næstkomandi, og svo aftur 5-6. júní árið 2012. Þar á eftir munu líða 122 ár, þangað til atburðurinn mun eiga sér aftur stað.
Upphaflega spáði Kepler fyrstur fyrir þvergöngu Venusar árið 1631, en veður gerði það að verkum að ekki var hægt að fylgjast með henni þá. Fyrir þann tíma eru ekki öruggar heilmildir fyrir þvergöngunni. Það var svo Jeremiah Horrocks, ungur stjarnfræðingur, sem fann út frá gögnum Keplers að næsta þverganga myndi eiga sér stað 4. des árið 1639. Horroks notaði sjónaukann til að fylgjast með þvergöngunni. Sjónaukinn var þá nýtt tæki, en Galileo hafði fyrstur notað sjónauka árið 1610 meðal annars til að fylgjast með Venusi. Horrok náði einungis hluta þvergöngunnar, en félagi hans hafði einnig fylgst með. Horrok lést áður en þeir náðu að bera saman bækur sínar og því voru einungis örfáar skissur til af atburðinum.
Menn höfðu 122 ár til að undirbúa næstu þvergöngu. Vísindamaðurinn Edmund Halley hafði áttað sig á mikilvægi hennar og átti mestan átt í að fylgst yrði með þvergöngunni. Hann hafði jafnframt áttað sig á mikilvægi þvergöngunnar til að reikna stærð sólarinnar og fjarlægð hennar frá jörðu sem og stærð og fjarlægð Venusar frá jörðu. Hann sá um að skipuleggja að fylgst var mjög víða með henni og var það gert á 120 stöðum. Hann ætlaði sér ekki að missa af þessum viðburði vegna veðurs. Rússinn Mikhail V. Lomonosov uppgötvaði í þessari þvergöngu að Venus hefði andrúmsloft. Menn lögðu á sig gríðarleg ferðalög til að fylgjast með þvergögnunni, Frakkinn Le Gentil fór t.d. til Indlands, þar sem honum var meinuð landganga enda sjö ára stríðið í gangi milli Breta og Frakka. Hann fylgdist því með úr skipi sínu, sem gerði að verkum að hann gat lítið fylgst með henni. Aðrir voru Mason og Dixon sem fóru til Suður-Afríku þar sem þeir lentu í töluverðum ævintýrum. Menn lögðu einnig á sig ferðalög árið 1769 en þá var Kapteinn Cook meðal annars sendur til Tahíti, en á leiðinni fann hann eyjaklassann Hawii.
Árið 1872 var næsta þverganga, og á þeim tíma sáu menn þvergönguna frá öllum stöðum á jörðinni. Í þvergöngunni sem varð árið 1882 þutu íbúar New York borgar út á götur, og var þá hægt að kaupa af stjörnuáhugamönnum aðgang að kíki fyrir tíu cent. Hér er ljósmyndatæknin komin til sögunnar og fjölmargar myndir teknar. Þvergangan var þannig skjalfest mjög rækilega með yfir 1700 myndum. Það tók yfir tíu ár að vinna úr öllum gögnum og myndum sem safnað var í þessari þvergöngu.
Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkur ár fyrir þessa þvergöngu, þar sem vísindamenn hafa búið sig undir að fylgjast með atburðinum þrátt fyrir að þessi atburður hafi ekki lengur sama vísindalega gildi og hinir fyrri enda tækninni fleygt fram. Nú er hins vegar það merkasta við hann hversu sjaldgæfur hann er. Eftir 2012, þurfum við að bíða til 2124 eftir næstu sýnilegu þvergöngu Venusar. Hægt verður að sjá þvergönguna frá klukkan rúmlega 5 til 11.
http://www.almanak.hi.is/venus.html
http://www.transitofvenus.org/
http://www.vt-2004.org/Background/Infol2/EIS-B4.html
http://www.hawaiischoolreports.com/history/captain_cook.htm
http://sunearth.gsfc.nasa.gov/sunearthday/2004/vt_edu2004_venus_back_his.htm
Transit of Venus of 2004 June 08
Reykjavik
Location: W 21°56'00.0", N64°08'00.0",
Sun's Position Angular
UT1 Altitude Azimuth Angle Separation
h m s ° ° ° '
Transit Begins 5:18:56.7 7.9 52.1 118.0 16.2
Ingress Interior Contact 5:38:50.6 9.6 56.4 121.3 15.3
Least Angular Distance 8:21:39.9 26.4 91.7 ----- 10.8
Egress Interior Contact 11:03:16.4 42.5 132.9 211.8 15.3
Transit Ends 11:22:52.4 44.0 138.8 215.1 16.2
Solar Semidiameter: 15' 45.4"
Semidiameter of Venus: 0' 28.9"
- Það er njósnað um þig - 24. febrúar 2021
- Nútímamaður - 11. júlí 2020
- Langa dimma vetur - 10. júlí 2020