Þeir sem hafa áhuga á frjálsum mörkuðum líta margir hýru auga til Ebay en þar sem sannarlega er hægt að kaupa allt á milli himins og jarðar. Fyrir einstaklinga sem hafa sérhæfð áhugamál eða safnara opnar Ebay mikla möguleika. Mikið framboð er af hvers konar fágætum munum. Auk þess er oft hægt að fá hlutina á betra verði en hægt væri annars staðar.
Mjög einfalt er að nota ebay. Aðili skráir sig inn í kerfið, finnur áhugaverðan hlut og bíður það verð sem hann vill greiða fyrir hlutinn. Margir bjóða upp á að senda vöruna til Íslands, með því að velja flóknari leit (advanced search), er hægt að fá upp bara þá aðila sem vilja senda til landsins. Í þeim tilvikum er mikilvægt að átta sig á flutningskostnum áður en boðið er, en sumur okra á flutningnum. Annað atriði sem þarf að kanna er að seljandi taki á móti greiðslu sem þú getur boðið upp á en margir hafna t.d. alþjóðlegum greiðslukortum, jafnvel þótt þeir sendi til Íslands!
Misjafnt er hversu stórtækir söluaðilarnir eru. Allt frá því að vera einstaklingar sem eru að selja notaðann hlut og upp í að vera verslanir sem nota ebay sem söluleið. Þeir bjóða oft upp á „buy now“ eða „keyptu núna“, en þá er um fast verð að ræða en ekki uppboð.
Það sem grefur helst undan uppboðsmarkaðnum eru sögu sagnir af svikum. Frétir hafa borist af skipulögðum glæpasamtökum sem stunda svik á Ebay. Ýmsir hafa kannski heyrt af vélasleðamönnunum sem keyptu vélsleða um jólin í gengnum vefinn en þegar sækja átti sleðann var gripið í tómt. Helsta ráðið er að sýna varkárni, skoða vel þá vöru sem verið er að bjóða í og lesa vel textann sem stendur á uppboðssíðunni. Dæmi um svindl sem varð frægt var þegar einstaklingur bauð upp mynd af flatskjár sjónvarpi. Myndin fór á metverði en skýrt var tekið fram í textanum að um mynd væri að ræða!
Að sjálfsögðu þarf að fara af fullri varkárni á Ebay.
- Ekki lána nokkrum manni lykilorðið. Sem dæmi hafa foreldrar lent í að greiða háar upphæðir eftir að börnin buðu háar upphæðir í uppáhalds leikföngin sín.
- Aldrei svara tölvupóstum þar sem hlutir eru boðnir beint til sölu. Oftast eru um svik að ræða.
- Ávallt að bjóða í gegnum kerfi ebay, en ekki fara út af síðunni á síður eins og My3Mobile, The Phone Matrix eða Goraks.com.
- Bjóða bara í hjá aðilum með gott orðspor. Hægt er að skoða viðbrögð (feedback) hjá söluaðila.
- Senda viðkomandi póst og fá frekari upplýsingar.
- Aldrei að bjóða í þar sem bara er krafist er beinharðra peninga.
Að þessu sögðu er bara að skella sér á Ebay og leita sér að því sem hugan girnist en hver veit kannski er hægt að finna hann á óviðjanfnanlegu verði.
- Það er njósnað um þig - 24. febrúar 2021
- Nútímamaður - 11. júlí 2020
- Langa dimma vetur - 10. júlí 2020