Ruslpóstur 10 ára

Nú eru um 10 ár liðin síðan að lítil lögfræðistofa í Arizona sendi út fjöldapóst á nokkrar spjallrásir þar sem þjónusta hennar var auglýst. Þar með hófst saga ruslpóstsins.

Nú eru um 10 ár liðin síðan að lítil lögfræðistofa í Arizona sendi út fjöldapóst á nokkrar spjallrásir þar sem þjónusta hennar var auglýst. Þar með hófst saga ruslpóstsins.

Þann 12. apríl 1994 sendu hjónin Lawrence Canter og Martha Siegel stuttan póst á yfir 6 þúsund spjallþræði á Usenet umræðunetinu. Á þeim tíma ráku þau lögfræðistofu með sérhæfingu í innflytjendaráðgjöf. Tilkynningin var eftirfarandi.

From: Laurence Canter (nike@indirect.com)

Subject: Green Card Lottery- Final One?

Newsgroups: alt.brother-jed, alt.pub.coffeehouse.amethyst

View: Complete Thread (4 articles) | Original Format

Date: 1994-04-12 00:40:42 PST

Green Card Lottery 1994 May Be The Last One!

THE DEADLINE HAS BEEN ANNOUNCED.

The Green Card Lottery is a completely legal program giving away a

certain annual allotment of Green Cards to persons born in certain

countries. The lottery program was scheduled to continue on a

permanent basis. However, recently, Senator Alan J Simpson

introduced a bill into the U. S. Congress which could end any future

lotteries. THE 1994 LOTTERY IS SCHEDULED TO TAKE PLACE

SOON, BUT IT MAY BE THE VERY LAST ONE.

PERSONS BORN IN MOST COUNTRIES QUALIFY, MANY FOR

FIRST TIME.

The only countries NOT qualifying are: Mexico; India; P.R. China;

Taiwan, Philippines, North Korea, Canada, United Kingdom (except

Northern Ireland), Jamaica, Domican Republic, El Salvador and

Vietnam.

Lottery registration will take place soon. 55,000 Green Cards will be

given to those who register correctly. NO JOB IS REQUIRED.

THERE IS A STRICT JUNE DEADLINE. THE TIME TO START IS

NOW!!

For FREE information via Email, send request to

cslaw@indirect.com



*****************************************************************

Canter & Siegel, Immigration Attorneys

3333 E Camelback Road, Ste 250, Phoenix AZ 85018 USA

cslaw@indirect.com telephone (602)661-3911 Fax (602) 451-7617

Þessi póstsending markaði upphaf ruslpóstsins. Fyrir 10 árum síðan var netið annar staður en það er í dag. Fá eða engin lög giltu um samskipti á netinu aðeins óskrifaðar reglur og venjur. Slík fjöldapóstsending braut þessar óskrifuðu reglur enda fylltist pósthólfið hjá þeim hjónum og síminn og faxtækið hættu ekki að hringja allan daginn vegna hefnda pirraðra netnotenda.

Margt hefur gerst síðan þá. Flest ríki hafa nú sett lög um auglýsingapóst og tölvufyrirtækin eyða gífurlegum fjárhæðum til að hanna síur sem blokka slíkan póst. Það sem er kannski ótrúlegt, og það sem heldur öllu kerfinu gangandi er fólk sem svarar ruslpóstum. Ætla má spam iðnaðurinn veltir milljörðum enda er alltaf til fólk sem er tilbúið að trúa því sem hljómar vel, eða hefur engu að tapa, t.d. dauðvona sjúklingar.

Sá póstur sem Canter & Siegel sendu fyrir um 10 árum hefði eflaust þótt vandaður og kurteis á nútíma“spam“mælikvarða. Enda hefði hann eflaust stoppað á einföldustu síu nú á dögum. En því miður hafa ruslpóstsíur haft þau áhrif að æ oftar lendir venjulegt fólk í vandræðum með að senda póst sín á milli. Undirritaður reyndi til dæmis án árangurs að senda textaskrá með rannsóknaráætlun milli netfanga í tveimur norrænum ríkisháskólum.

Það tókst ekki.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.