Flest okkar sem lesum þetta, lesum þetta á stórum og góðum skjá í fullum litum og með öllum þeim þægindum sem því fylgir. Við vefhönnun gleymast oft að ekki eru allir svo heppnir , en einn hópur sem netið getur gefið mikið frelsi verður oft útundan. Þetta eru blindir einstaklingar og fleiri t.d. hreyfihamlaðir.
Nýlega lét bresk nefnd gera athugun á aðgengi síðna og komst að því að 80% af breskum síðum voru ekki aðgengilegar fyrir blinda. Það er ekki ljóst hversu hátt hlutfall þetta er hérna á Íslandi, en líklega er það ekki lægra. Samt hafa ýmsir vefir verið hannaðir sérstaklega með hliðsjón af þessu og er nýi vefur Símans dæmi um slíkann vef.
Aðgengi að vefsvæðum er ákveðin fræðigrein, og þurfa menn að hafa ýmislegt í huga þegar verið er að hanna vefi. Blindir nota vafra sem lesa upp fyrir þá efni vefjanna. Slíkir lesarar geta ekki átt við vefsíður á sama hátt og augað en lesa efni vefjanna á ákveðinn hátt eða línu fyrir línu. Nota skilgreinda stíla eins og H1, lista eða áherslur frekar en að nota eigin stíla. Illa uppsettir vefir gera lesurunum mjög erfitt fyrir.
Í bresku könnuninni kom jafnframt fram að margir hönnuðir, væri ekki með þennan hóp í huga né vissu þeir hvernig þeir ættu að koma til móts við þennan hóp. Margir vefhönnuðir haldi að þetta sé erfiðara en að hanna vefi án tillits til þessa hóps. Hins vegar er þetta spurning um að temja sér þessi vinnubrögð frekar en þau gömlu.
Víða eru menn farnir að hafa áhyggjur af þessum málum, bæði vegna skyldna við lesendur sína og jafnframt til að gæta jafnræðis, en erlendis eru menn farnir að ræða um málshöfðanir ef aðgengi er ekki jafnt fyrir alla.
Góðir hönnuðir þurfa að skipuleggja síðuna strax frá upphafi og gera ráð fyrir þessum hópi notenda. Með því er hægt strax frá upphafi að koma til móts við þennan hóp. Að lokum skal þess getið að undirritaður er ekki í hópi vefhönnuða en samt áhugamaður um slíkt.
——–
Áhugaverðar síður að skoða:
Már Örlygsson
Accessible information Home
Zeldman
Dive into accessibility
Building Accessible websites
- Það er njósnað um þig - 24. febrúar 2021
- Nútímamaður - 11. júlí 2020
- Langa dimma vetur - 10. júlí 2020