Deiglan í extreme-makeover

Undanfarnar vikur hefur Deiglan verið í smá andlitslyftingu og er afraksturinn opinberaður lesendum Deiglunnar í dag, laugardaginn 27. mars. Þessi dagur varð fyrir valinu því í kvöld halda Deiglupennar árshátíð sína með pompi og prakt.

Undanfarnar vikur hefur Deiglan verið í smá andlitslyftingu og er afraksturinn opinberaður lesendum Deiglunnar í dag, laugardaginn 27. mars. Þessi dagur varð fyrir valinu því í kvöld halda Deiglupennar árshátíð sína með pompi og prakt.

Þrátt fyrir fyrirsögn þessa pistils þá er ekki hægt að segja að Deiglan hafi farið í „extreme-makeover“, heldur er hér um að ræða rökrétt skref í útlitsþróun Deiglunnar. Þetta er í þriðja sinn sem uppbyggingu og útliti vefritsins er breytt en sem kunnugt er varð Deiglan sex ára 3. febrúar sl.

Helstu breytingarnar nú eru þær að meira efni er aðgengilegt af forsíðu en áður, nýir efnisþættir hefja göngu sína og síðast en ekki síst þá hleypir Deiglan nú af stað sérstakri fréttasíðu. Þá hafa ýmsar betrumbætur verið gerðar sem ekki eru augljósar við fyrstu sýn en munu bæta mjög aðgengi lesenda að efni á Deiglunni.

Þessar breytingar taka mið af þörfum og kröfum ört vaxandi lesendahóps, sem er í senn fjölbreyttur og kröfuharður. Það er von Deiglunnar að þessar breytingar falli vel í kramið hjá lesendum.

deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Ritstjórn Deiglunnar (see all)