Svo virðist sem síðustu húsráðendur í Hvíta húsinu hafi tekið það afar nærri sér að þurfa að yfirgefa húsið. Samkvæmt nýjustu fréttum vestra er viðskilnaðurinn slíkur að núverandi stjórnvöld hafa hrundið af stað rannsókn til að kann hvort refsiverð skemmdarverkastarfsemi og eyðilegging opinberra eigna hafi átt sér stað. Jafnvel er talið að einhverjum munum hafi verið stolið af fráfarandi embættismönnum Hvíta hússins. Frá þessu er greint í DRUDGE REPORT í dag.
Heimildarmaður Drudge segir að um sé að ræða mjög alvarleg skemmdarverk, en ekkert í líkingu við þann gamansama hrekk Clinton-manna að fjarlæga lykilinn „W“ af lyklaborðum allra tölva í Hvíta í húsinu. Að sögn heimildarmannsins er um hreina og hugsanlega refsiverða skemmdarverka starfsemi að ræða. Rannsakaðar verða hljóð- og myndbandsupptökur úr Hvíta húsinu til að komast að raun um hvaða embættismenn Clinton-stjórnarinnar eiga þarna hlut að máli.
Embættismönnum Bush-stjórnarinnar hefur verið uppálagt að halda málinu frá fjölmiðlum, svo ekki er að búast við að stóru fjölmiðlarnir veiti því athygli strax, ekki frekar en þeir gerðu með Lewinsky-málið, sem Drudge „skúbbaði“ fyrstur allra.
- Rétta leiðin er aldrei auðveld - 3. febrúar 2023
- Foreldramótin - 10. júlí 2021
- Veiði eða della - 30. júní 2021