Það lá við að að cheerios pakkarnir réðust á mann í anddyrinu en þar hafði mörgum stæðum verið komið fyrir svo að fók gleymdi örugglega ekki hollustunni sem það ætlaði að kaupa. Þetta var hins vegar bara vísbending um það sem koma skyldi því að í goshillunum var aðeins að finna sex flöskur af tveggja lítra sykurlausu kóki ef vel var að gáð en nóg var af hinu sykraða.
Í kælinum var Fjörmjólk ekki til og undirrituð fékk þá vitneskju hjá starfsmanni að hún væri uppseld hjá Mjólkursamsölunni. Ein undanrennuferna var til en undirrituð missti af henni og neyddist því til að kaupa léttmjólk.
Búið var að setja allt konfekt og bakstursvörur sem voru svo áberandi í desember á fyrirferðarminni staði.
Af fenginnni reynslu skal lesendum bent á að fara ekki of geyst í heilsuátaki þar sem það leiðir oftast til uppgjafar. Farsælla er að byrja hægt og auka við álagið jafnt og þétt.
Ef lesendum vantar ráð til þess að vita hvenær heilsuátak er farið úr böndunum þá miðar undirrituð sjálf við það að þegar hún er farin að spá í að sleppa að fá sér bjór á föstudagskvöldi þar sem hann sé hitaeiningaríkur og líklegast eigi hún eftir að innbyrða dalega hitaeiningaþörf einungis í bjórformi í það skiptið, sé nóg komið.
- Elsku vinir, koma svo - 31. maí 2021
- Yndisleg borg í blíðviðri - 24. júlí 2006
- Mikilvæg málefni - 13. maí 2006