Í gær var í fyrsta skipti sýndur þáttur á Skjá einum sem eru kallaður Joe millionaire. Þátturinn gengur út á að meðaljón (Jói) þykist vera nýríkur erfingi 50 milljón dala. Eina sem vantar í líf meðaljónsins er hin fullkomna stúlka. Til þess að bæta úr því eru fengnar 20 glæsimeyjar í kastala í Frakklandi. Í raunveruleikanum á hann að vera bjórþambandi byggingarverkamaður sem heldur að maður drekki rauðvín með laxi út af litnum á holdinu.
Þættirnir minna nokkuð á Bachelor þættina sem voru að klárast í seinustu viku á Skjá einum, nema fyrir utan lygina um ríkidæmið. Smám saman fækkar hann stúlkunum með því að gefa þeim sem vilja halda áfram hálsfesti, og í lokaþættinum er það ein stúlka. Joe fær svo það erfiða hlutverk að tilkynna stúlkunni sem hann velur að hann sé alls ekki nýríkur, heldur fátækur byggingarverkamaður. Þá kemur væntanlega í ljós hvort ástin sigri peningana.
Þættirnir urðu strax gríðarlega vinsælir í Bandaríkjunum, og náðu vinsældirnar hámarki í lokaþættinum þegar tilkynnt var um sigurvegara þáttanna en 42 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á þennan þátt. Mikil umræða skapaðist í kringum þættina þar, sérstaklega um siðferði þátta. Samtímis þessari þáttaröð var gerð önnur þáttaröð um sama efni og voru fengnar evrópskar stúlkur til að taka þátt í henni. Augljóslega er ekki hægt að gera fleiri, þar sem plottið er ljóst.
Framleiðendur þáttanna eru sömu framleiðendur og gerðu þættina “Temptation Island”, sem mörgum þótti ganga of langt. Það má því segja að þessir framleiðendur séu líklegir til alls. Hér eru nokkrar hugmyndir að því hvernig framleiðendur „Joe millionare“ ætla að koma áhorfendum á óvart.
- Jói er ríkur í raun og veru
Þótt þáttastjórendur segi að Jói sé fátækur byggingarverkamaður, gæti hann í raun verið ríkur. Hann er búinn að láta reyna ástina og komast að því hvort í raun sé hann eða peningarnir hans elskaðir. - Einhver kvennanna er rík
Væri það ekki áhugaverður viðsnúningur ef í raun einhverjar stúlknanna væru ríkar. Brandarinn væri þá á kostnað Jóa.
- Allir vita allt frá upphafi
Það væri ekki í fyrsta skipti sem fullyrt væri að svo kallaðir raunveruleika þættir væru í leiknir þættir.
- Þjónninn er sá ríki
Þjónnin er ríkur og þetta er allt sett upp fyrir hann. Í lokaþættinum, verður þeim gefin möguleiki að kynnast raunverulega ríkisbubbanum, sem þær hafa umgengist allan tímann.
- Jói er byggingarverkamaður
Að sjálfsögðu getur líka verið að Jói sé bara venjulegur byggingarverkamaður og sé að segja satt og rétt frá.
Fyrir aðdáendur raunveruleikaþátta eins og „Temptation Island“ og „Bachelor“ er nauðsynlegt að fylgjast með frá upphafi en fyrir aðra er líklega rétt að finna sér eitthvað gáfulegra að gera á fimmtudagskvöldum.
- Það er njósnað um þig - 24. febrúar 2021
- Nútímamaður - 11. júlí 2020
- Langa dimma vetur - 10. júlí 2020