Vörugjöld og fleiri leiðindi

angry.bmpGreiða skal í ríkissjóð vörugjald af innfluttum vörum samkvæmt lögum um vörugjald. Tollar, skattar og vörugjöld ríksins geta hækkað vöruverð umtalsvert. Mikilvægt er að endurskoða þessi lög með frjáls viðskipti í huga.

angry.bmpGreiða skal í ríkissjóð vörugjald af innfluttum vörum og vörum sem framleiddar eru eða fá einhverja vinnslumeðferð innan lands eins og nánar er ákveðið í lögum um vörugjald. Gjaldskyldan nær til allra vara, nýrra sem notaðra, sem fluttar eru til landsins eða eru framleiddar, unnar eru að eða eru pakkaðar hér á landi og flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í löngum listum sem eru viðaukar við lögin. Allar heimsins vörur eru taldar upp í listunum og búið er að hengja mismunandi vörugjalds prósentu á hverju vöru sem reiknað er út annað hvort út frá verðmæti vörunnar eða þyngd hennar. Til dæmis er 30% vörugjald af verðmæti pottaplöntur af ættkvíslinni Bromilea plús 200 kr per plöntu.

Ef raunhæft og handhægt dæmi er tekið um MP3 spilara sem keyptur er frá Bandaríkjunum til Íslands og kostar út úr búð þar $233 eða 18.036 kr er það langt frá því að vera lokaverð vörunnar. Áður enn hægt er að fá spilarann afhendan hér á landi þarf að borga ríkinu alls kyns gjöld, skatta og tolla. Byrjað er að leggja á spilarann 7,5% toll vegna þess að hann kemur frá Bandaríkjunum hefði hann hins vegar komið frá Evrópu innan EES svæðisins hefði ekki þurft að greiða af honum þennan toll. Svo er lagt á hann sérstakt höfundarréttargjald 4% en það gjald er lagt á tæki sem notuð eru til að miðla hljóði eða mynd. Á þetta þó að ótrúlegt sé er lagt 25% vörugjald og svona til að kóróna þetta allt saman þá leggur ríkið á sinn vanalega 24.5% virðisaukaskatt á allt saman. Eftirfarandi listi sýnir skattheimtuna sundurliðaða:

Verð vörunnar 18.036 kr
Tollur 1.352 kr
Höfundarréttargjald 721 kr
Vörugjald 4847 kr
Virðisaukaskattur 6115 kr
Tollskýrslugerð kostar 1405 kr
Tollmeðferðar gjald 250 kr
Samtals tollar og gjöld 14.645 kr
Endanlegt verð 32.726 kr



Spilarinn kominn til landsins kostar því 32.726 kr sem er 81.5% hærra en verð vörunnar!

Lög um vöru gjald og tolla virðast taka nær árlegum breytingum. Vörugjald er lagt á ný tollskrárnúmer eða það afnumið eftir hentisemi. Hvort vara beri 10% eða 25% vörugjald virðist ráðast af einkennilegum sveiflum en ekki skynsemi. Þó að lög um tolla hafi tekið nær árlegum breytingum frá 1987 þá virðast breytingar aldrei verið gerðar til að einfalda kerfið.

Skoðum fleiri dæmi úr tollskránni. “Gjafir sem aðilar búsettir erlendis senda hingað af sérstöku tilefni, þó ekki í atvinnuskyni, enda sé verðmæti gjafarinnar ekki meira en 7.000 kr. Sé verðmæti gjafar meira en 7.000 kr. skal gjöf þó einungis tollskyld að því marki sem hún er umfram þá fjárhæð að verðmæti. Brúðkaupsgjafir skulu vera tollfrjálsar þótt þær séu meira en 7.000 kr. að verðmæti, enda sé að mati tollstjóra um eðlilega og hæfilega gjöf að ræða.” Það er klárlega ekki hlutverk ríkisins að meta hvað er eðlileg og hæfileg brúðkaupsgjöf!

Vörugjöld ætti að leggja alfarið niður, ef niðurstaða ríkisins er að ómögulegt sé að draga úr eyðslunni ætti að minnsta kosti að einfalda kerfið. Það væri hægt með því að breyta virðisaukaskattinum. Neyslustýring ríkisins með vörugjaldi er aldrei af hinu góða, skynsamlegra er að treysta einstaklingum fyrir því að velja sjálfir hvað þeir vilja eignast.

Mikilvægt er að endurskoða þessi lög og gera fríverslunarsamninga við fleiri ríki til dæmis ætti fyrir löngu að vera búið að gera yfirgripsmikinn samning við US um fríverslun í stíl við EES samninginn.

Latest posts by Berglind Hallgrímsdóttir (see all)