Hlutverk stjórnvalda í atvinnulífi hvers lands á fyrst og fremst að felast í því að skapa atvinnugreinum hagstæð starfsskilyrði og stuðla að nýsköpun. Með því móti fæst blómlegt atvinnulíf sem ekki er skekkt af ríkisafskiptum eða beinni samkeppni við ríkisrekin fyrirtæki. Þetta er stefna flestra vestrænna ríkja nú til dags þó menn séu ósammála um það hversu langt skuli ganga í hverju landi. Fæstum hugnast algjört afskiptaleysi stjórnvalda og enn færri vilja algeran ríkisrekstur á atvinnulífi. Einhvers staðar þarna á milli liggur svo stefna flestra landa.
En hvar er Ísland statt á þessu bili? Undanfarin tuttugu ár hefur mikið breyst til batnaðar í þessum efnum á íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stjórnartíð sinni lagt áherslu á einkaframtakið og dregið úr ríkisrekstri og ríkisafskiptum þjóðinni til heilla. Það vekur hins vegar athygli, ef rýnt er í, að enn má sjá puttaför ríkisins á helstu atvinnugreinum landsins í formi óbeinna ríkisstyrkja eða mismununar á milli atvinnuvega.
Segja má að sjávarútvegurinn í heild sinni þiggi óbeina ríkisstyrki í gegnum sjómannafslætti, kvótaúthlutun og inngöngutakmarkanir (erlendir aðilar geta ekki fjárfest í íslenskum sjávarútvegi). Mjólkurbændur og sauðfjárbændur fá vörur sínar niðurgreiddar og framleiðendur á hvítu kjöti og ylræktendur njóta verndar í formi innflutningshafta. Flugleiðir hf fær tugmilljónastyrki í markaðssetningu á landinu og öll stóriðja fær skattaívilnanir og pólitíska afslætti á orkukaupum. Því mætti jafnvel halda fram að burðug fyrirtæki eins og Marel og Össur þiggji ríkisstyrki í gegnum vöruþróunarstyrki frá RANNÍS. Fingraför ríkisins eru því enn víða.
Hvernig ætli að íslenskt atvinnulíf og heimilisbuddan liti út ef að:
Grandi fengi ekki óbeina ríkisstyrki
Samherji fengi ekki óbeina ríkisstyrki
ÚA fengi ekki óbeina ríkisstyrki
Þorbjörn Fiskanes fengi ekki óbeina ríkisstyrki
SR Mjöl fengi ekki óbeina ríkisstyrki
HB fengi ekki óbeina ríkisstyrki
Ísfélagið fengi ekki óbeina ríkisstyrki
Eskja fengi ekki óbeina ríkisstyrki
Þormóður Rammi fengi ekki óbeina ríkisstyrki
Guðmundur Runólfsson fengi ekki óbeina ríkisstyrki
Gunnvör fengi ekki óbeina ríkisstyrki
Alcan fengi ekki óbeina ríkisstyrki
Norðurál fengi ekki óbeina ríkisstyrki
Reyðarál fengi ekki óbeina ríkisstyrki
Járnblendiverksmiðjan fengi ekki óbeina ríkisstyrki
Grænmetisbændur fengju ekki óbeina ríkisstyrki
Framleiðendur á hvítu kjöti fengju ekki óbeina ríkisstyrki
Sauðfjárbændur fengju ekki beina ríkisstyrki
Mjólkurbændur fengju ekki beina ríkisstyrki
Flugleiðir fengju ekki beina ríkisstyrki
….fengi ekki óbeina ríkisstyrki
Samtals = Mjög margar skattkrónur, úr mínum vasa og þínum
…sumir myndu segja að án þessara ríkisstyrkja myndi atvinnulíf landsins leggjast í rúst. Aðrir segja að við eigum enn langt í land.
- Af lumbrum og lymjum - 13. júní 2009
- Lausn VG er að slíta samstarfinu við AGS ! - 24. janúar 2009
- Skynsemin verður að þola grjótkastið - 23. janúar 2009