Verkamannaflokkurinn hefur oft verið ásakaður um slá öll met í auglýsingamennsku þann tíma sem hann hefur verið við völd í Bretlandi og hans besti árangur hingað til hefur verið að auka útgjöld ríkisins.
Þessar ásakanir um auglýsingamennsku eiga þó aldrei betur við en nú því engin önnur ríkisstjórn hefur eytt eins miklu af skattfé borgaranna og þessi í auglýsingar.
Útgjöld bresku ríkisstjórnarinnar í auglýsingar hafi farið stigvaxandi á kjörtímabilinu og það hratt. Samkvæmt mælingum fyrirtæksins ACNielsen MMS hækkuðu auglýsingaútgjöld úr 16,5 milljónum punda í febrúar upp í 30,2 milljónir punda í mars.
Ríkisstjórnin hefur eytt alls 62,8 milljónum punda í auglýsingar fyrstu þrjá mánuði ársins og eru það viðskipta- og iðnaðarmálaráðuneytið ásamt félagsmálaráðuneytinu sem eiga stærstan hluta kostnaðarins.
Ríkisstjórnin sætir ómældri gagnrýni vegna þessa ekki síst í ljósi þess að kostnaðurinn hefur aukist jafnt og þétt eftir því sem nær dregur kosningum. Útgjöld á þessum skala eru ekkert annað en misnotkun á peningum skattgreiðenda og segir Andrew Landsley, talsmaður breska Íhaldsflokksins í málefnum ríkisstjórnarinnar, að þetta sé algengt mynstur hjá ríkisstjórn sem hefur meiri áhuga á því að „spinna“ en að ná árangri.
Þessum fjármunum hefði verið betur varið í þarfari verkefni til að mynda skattalækkanir. Allt bendir þó til þess að breskir skattgreiðendur kjósi yfir sig skattahækkanir í kosningunum í sumar ef Verkamannaflokkinum tekst að auglýsa sig inn í hugi og hjörtu kjósenda.
- (Háskóla)menntun sem nýtist í starfi - 28. janúar 2021
- Spurðu lögmanninn - 29. september 2020
- Blómaskeið netverslunar loksins runnið upp? - 2. apríl 2020