Hinar japönsku geishur (geisha) eru enn þann dag í dag táknrænar fyrir fegurð og þokka. Þó að þeim hafi fækkað gríðarlega á undanförnum áratugum þá blómstrar þessi starfsgrein enn í hinum svokölluðu blómaborgum Japans. Í dag eru geishur færri en 15 þúsund en á 3. áratugnum voru þær í kringum 80 þúsund. Þær eru litríkar en sjálfstæðar konur sem sveiflast milli fortíðarinnar og nútímans. Þær njóta mikillar virðingar og þeirra hlutverk í að varðveita japanska menningu er álitið mjög miklvægt.
Geishur hljóta stífa þjálfun í sex ár og þjálfunin hefst oftast við 16 ára aldur. Á meðan á þjálfuninni stendur skuldbinda þær sig lifnaðarhætti sem fáar nútímakonur eiga auðvelt með að tileinka sér. Geishur eru útlærðir listamenn á sviði heðfbundinna japanskra lista t.a.m. í tónlist, dansi og söng. Í dag eins og áður er starf þeirra beinlínis fólgið í því að skemmta karlmönnum. Þeirra hlutverk er að skenkja í glösin, halda uppi líflegum samræðum við viðsiptavini sína og drekka þeim til samlætis, oft langt fram á nætur.
Viðskiptavinirnir eru aðallega karlmenn úr viðskiptalífinu, stjórnmálamenn eða aðrir sem njóta mikillar velgengni og eru tilbúnir til að greiða 300 – 1000 bandaríkjadali fyrir klukkustund í þeirra félagsskap. Þrátt fyrir ýmsar getgátur þá segja þeir sem til þekkja að starf geisha feli ekki í sér kynlífsþjónustu. Ekki er þó ólíklegt að slíkt fyrirfinnist innan greinarinnar en hér áður fyrr var það títt þekkt meðal geisha að þær voru hjákonur giftra manna sem fremfleyttu þeim eða voru kynferðislega skuldbundnar efnuðum karlmönnum.
Í dag njóta geishur mikillar velgengi, þær eru margar sjálfstætt starfandi og meðallaun þeirra eru kringum 5000 – 15000 $ á mánuði. Það teljast góð laun hér á landi. Í samanburði þéna flestar vinnandi konur í Japan um 1800 $ á mánuði.
Hér á landi starfar einnig litrík stétt kvenna sem hefur það að aðalviðurværi að skemmta karlmönnum með dansi og drekka með þeim kampavín. Starfsgrein þeirra er einnig óragömul en nýtur hvergi nándar nærri eins mikillar virðingar og geishur njóta í Japan. Þeirra starfsgrein er að mati einhverra álitin niðurlægjandi jafnt fyrir karlmenn sem konur.
Flestar þeirra kvenna sem starfa í greininni eru erlendar konur sem ekki áttu annarra kosta völ í heimalandi sínu og eru hingað til lands komnar í leit að betra lífi, hærra kaupi og meiri velgengni. Þær búa oft á tíðum við ótryggt ástand og glíma við harðsnúna yfirmenn sem taka meginhluta launa þeirra í sinn eigin vasa.
Í tilefni dagsins ætla ég að rifja upp að ASÍ hætti nú á dögunum að veita erlendum konum í þessari starfsgrein umsögn um atvinnuleyfi sem er nauðsynlegt fyrir konur utan Evrópska efnahagssvæðisins. Afstaða ASÍ byggði fyrst og fremst á þeirri óvissu sem ríkir um eðli þeirra starfa sem dansararnir stunda á grundvelli útgefinna atvinnuleyfa og þær aðstæður sem þær starfa við. Það væri því fróðlegt að sjá hvort ASÍ myndi veita nokkur hundruð japönskum geishum umsagnir um atvinnuleyfi ef þær sæktust eftir því hér á landi.
- (Háskóla)menntun sem nýtist í starfi - 28. janúar 2021
- Spurðu lögmanninn - 29. september 2020
- Blómaskeið netverslunar loksins runnið upp? - 2. apríl 2020