Eflaust geta fáir staðir í heiminum státað sig af jafnt gildishlöðnu og táknrænu heiti og Tsjernobyl. En þótt allir kannist við nafnið og söguna sem býr að baki frægð þess, geta fæstir fundið staðinn á landakorti. Margir vita ekki einu sinni í hvaða landi hann er, nema kannski „einhvers staðar í Sovétríkjunum“. Það er því ágætt að byrja þennan pistil á því að rifja upp nokkrar staðreyndir.
Tsjernobyl kjarnorkuverið er í Norður-Úkraínu, skammt frá landamærum við Hvíta-Rússland. Það er eitt margra kjarnorkuvera í fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. Þann 26. apríl 1986 varð sprenging í kjarnofni nr 4. sem olli því að geislavirk efni láku út í andrúmsloftið með tilheyrandi umhversisspjöllum, fólksflutingum og veseni.
Andstæðingar kjarnorku eru duglegir að benda á Tsjernobyl-slysið máli sínu til stuðnings. Ekki er því að neita að það dæmi er sterkt og þótt sagt sé að öryggisbúnaður í kjarnorkuverum á Vesturlöndum sé þannig úr garði gerður að sambærileg slys gætu ekki átt sér stað má réttilega benda á að sovéskir verkfræðingar hafi á sínum tíma auðvitað haldið svipuðu fram.
Því benda andstæðingar kjarnorku á að sama hverjar líkur á slysum séu, þegar þau eiga sér stað hafa þau í för með sér óafturkræf spjöll á náttúru og heilsu manna. Þess vegna er ekki réttlátt að kjarnorku til að framleiða rafmagn – við erum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.
Staðhæfingin um að geislunin af völdum Tsjernobyl-slyssins hafi haft í för með sér stórkostlega aukningu í tíðni krabbameins á svæðinu, með tilheyrandi þúsundum mannsláta, er af flestum álitin algildur sannleikur. Því eru til mörg hjálparsamtök sem aðstoða fólk við að rétta íbúum svæðisins hjálparhönd – t.d. með því að senda jólagjafir o.s.frv.
Í þessu ljósi er vert að skoða nokkrar skýrslur sem gerðar hafa verið um áhrif slyssins á heilsu almennings á svæðinu. Hér verður stuðst við skýrslur frá NAE, kjarnorkustofnunar OECD og UNSCEAR sem er nefnd á vegum SÞ sem rannsakar áhrif kjarnageislunar.
Með beinum hætti má til slyssins rekja dauða 31 einstaklings, starfsmanna versins sem létust í sprengingunni og slökkviliðsmanna sem unnu við að slökkva eldinn og létust af völdum ofgeislunnar.
Þá hefur tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli meðal barna aukist á svæðinu og verður sú aukning ekki skýrð með öðru en áhrifum geislunnar. Þar er einkum átt við börn sem voru á aldrinum 0-5 ára á þeim tíma sem slysið varð.
Hins vegar hafa ekki fundist neinar vísindalegar sannanir fyrir almennri aukningu á tíðni annarra tegunda krabbameins eða annarra sjúkdóma af völdum geislunar. Í skýrslu NEA segir:
Oft er varpað fram gröfum þar sem sýnd er auking aukning ýmissa sjúdóma eftir slysið. Í því þessu samhengi gleymist oft að taka með í reikninginn almennt versnandi heilsufar í fyrrv. Sovétríkjunum. Þannig er tíðni hvítblæðis á mengaða svæðinu sú sama og annars staðar í landinu og hún var reyndar byrjuð að aukast fyrir slysið.
Stærsti hluti heilsuvandans á Tsjernobyl svæðinu á sér félagslegar skýringar. Sjálfsmorðstíðni hefur aukist. Konur vildu lengi ekki eignast börn af ótta við að ala af sér skrímsli. Margir sjúkdómar á svæðinu eru dæmigerðir streitusjúkdómar sem stafa af því að fólk þurfti að flytja milli staða og lifa í sífelldum ótta við e-ð sem það þekkti ekki.
Tsjernobyl-slysið hefur kostað íbúa Úkraínu og Hvíta-Rússlands miklar þjáningar. Hins vegar voru heilsufarslegar afleiðingar slyssins ekki jafn geigvanlegar og sumir vilja af láta. Stærsti vandinn felst líklegast í röskunininni sem slysið hafði á líf fólks, frekar en geisluninni sjálfri. En í dag þiggja mörg hundruð þúsund manns bætur fyrir að hafa búið á menguðu svæði, sem eykur vitanlega en á þjóðfélagslegan og efnahagslegan vanda svæðisins.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021