Stjarna fallin?

Í liðnum mánuði varð ljóst að ein skærasta stjarna NBA deildarinnar í körfubolta, Kobe Bryant, yrði dreginn fyrir rétt fyrir meinta naugðun á konu sem vann á hóteli sem hann gisti á nú í sumar. Kobe hefur játað að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni en segir að mökin hafi verið með samþykki af beggja aðila.

Í liðnum mánuði varð ljóst að ein skærasta stjarna NBA deildarinnar í körfubolta, Kobe Bryant, yrði dreginn fyrir rétt fyrir meinta naugðun á konu sem vann á hóteli sem hann gisti á nú í sumar. Kobe hefur játað að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni en segir að mökin hafi verið með samþykki af beggja aðila.

Kynlífsskandalar og framhjáhöld eru ekki ný á nálinni í NBA deildinni þar sem körfuboltamennirnir eru mikið í ferðalögum að heiman. Engu að síður hefur málið vakið gífurlega athygli í Bandaríkjunum, aðallega sökum alvarleika málsins og þeirrar ímyndar sem Kobe hafði skapað sér meðal almennings í Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir ungan aldur þykir hann sýna mikinn þroska sem leikmaður enda var hann fyrsti leikmaðurinn sem fór beint úr menntaskóla yfir í NBA deildina og sleppti þannig háskólakörfuboltadeildinni. Þessi staðreynd, að hann sleppti háskóla, skipaði honum sérstöðu innan deildarinnar og það gerir ákærurnar á hendur honum afar sláandi og ekki síður skaðandi fyrir ímynd hans. Hvort sem hann er fundinn saklaus eður ei þykir líklegt að nýja auglýsingasamning hans við Nike upp á margar milljónir dollara verði rift ásamt því að álit almennings á honum breytist til hins verra. Því sést að í raun hefur Kobe þegar tapað miklu hvort sem hann er fundinn saklaus eða ekki.

Það sem mun að öllum líkindum ráða úrslitum í þessu máli er að fylkinu þar sem Kobe verður sóttur til saka eru 90% íbúa hvítir og því verður óhjákvæmilegt að kynþáttur Kobe muni spila inn í og þá sérstaklega vegna þess að konan sem hann er ásakaður um að hafa nauðgað er hvít og þar að auki

aðeins 19 ára gömul.

Verði Kobe fundinn sekur mun það að öllum líkindum hafa í för með sér einhverja fangelsisvist sem yrði mikið áfall bæði fyrir hann og lið hans. Á síðustu árum hefur Kobe Bryant spilað lykilhlutverk í liði Los Angeles Lakers og átt stóran þátt í því að þeir unnu 3 titla á síðustu 4 árum. Eftir að hafa dottið út úr úrslitakeppninni í fyrra ætluðu Lakers sér stóra hluti á komandi leiktíð. Þeir hafa meðal annars styrkt lið sitt með gömlu kempunum Karl Malone og Gary Payton og með Kobe í broddi fylkingar er nokkuð ljóst að Lakers ætluðu sér alla leið. Nú er því að bíða og sjá hvort Lakers þurfa að gera atlögu sína að tiltinum án sinnar skærustu stjörnu.

sport@deiglan.com'
Latest posts by Íþróttadeild Deiglunnar (see all)