Forystumál Samfylkingarinnar eru enn á ný komin í brennidepil eftir helgarviðtal Fréttablaðsins um liðna helgi við Margréti Frímannsdóttur varaformann flokksins. Þar sagði Margrét að sér kæmi á óvart ef formannskjör yrði haldið í haust og jafnframt sagðist hún telja fráleitt annað en að Össur Skarphéðinsson yrði áfram formaður Samfylkingarinnar.
Svo virðist sem þessi ummæli Margrétar hafi hrist rækilega upp í fólki innan Samfylkingarinnar. Í gær sagði Stefán Jón Hafstein, forystumaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, að hættulegt væri að gefa flokksmönnum línu með þeim hætti sem Margrét hefði gert. Aðspurður um stöðu Össurar sagði Stefán Jón:
Ingibjörg Sólrún tjáir sig síðan um málið við Fréttablaðið í dag. Þar segir hún orðrétt:
Þessi ummæli Ingibjargar eru sérstaklega athyglisverð í því ljós að hún hefur sjálf orðið varaþingmaður, forsætisráðherraefni og formaður Framtíðarnefndar Samfylkingarinnar, án þess flokksmenn væru nokkru sinni spurðir um sína afstöðu.
Það var einmitt forysta Samfylkingarinnar sem ákvað að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur 5. sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi nyrðra fyrir síðustu alþingiskosningar, en þar sátu fyrir menn og konur sem leitað höfðu til flokksmanna um stuðning í opnu prófkjöri.
Það var líka forysta Samfylkingarinnar sem ákvað að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að forsætisráðherraefni flokksins í kosningabaráttunni. Og það var ennfremur forysta Samfylkingarinnar sem ákvað að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að formanni Framtíðarnefndar flokksins að loknum kosningum, svo að hún hefði einhverja stöðu innan flokksins. Sem slík fór Ingibjörg einmitt á alheimsþing Jafnaðarmanna í Lundúnum.
Staða Ingibjargar Sólrúnar er því í raun sú, að formaður flokksins er ekki á þeim buxunum að láta henni eftir formannssætið vafningalaust. Í fyrsta sinn á sínum pólitíska ferli þarf Ingibjörg Sólrún hugsanlega að láta skerast í brýnu við samflokksmenn sína á leið til valda. Það yrði þá jafnframt í fyrsta senn sem hún gæfi kost á sér í lýðræðislegu kjöri innan eigin flokks.
Staða Össurar hefur sjaldan verið sterkari innan Samfylkingarinnar og engin ástæða fyrir hann að láta af embætti. Hann lyfti flokknum úr sögulegu lágmarksfylgi sl. haust og yfir þrjátíuprósent löngu áður en Ingibjörg Sólrún stökk á lestina. Tilkoma Ingibjargar virtist litlu sem engu breyta um fylgi Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni.
Ennfremur liggur fyrir að Össur nýtur stuðnings tveggja helstu forystumanna flokksins, þeirrar Margrétar Frímannsdóttur og Guðmundar Árna Stefánssonar, en sá síðarnefndi segir í viðtali við Fréttablaðið í gær, að ekkert bendi til þess að neinn muni bjóða sig fram gegn Össuri.
Það er því ljóst að Ingibjörg Sólrún mun ekki verða formaður Samfylkingarinnar í haust án átaka. Það yrðu mikil tíðindi ef hún byði sig fram gegn sitjandi formanni og Össur hefur enga ástæðu til að stíga til hliðar. Tími Ingibjargar Sólrúnar er því ekki kominn – nema auðvitað að hann sé einfaldlega liðinn…
- Einyrkjar undir eftirliti - 11. maí 2009
- Hún fyrnir hann… hún fyrnir hann ekki… hún fyrnir hann… - 7. maí 2009
- Frábærar NBA-nætur - 5. maí 2009