Í dag hefst nýtt kvótaár. Nokkrar nýjar tegundir hafa nú verið settar í kvóta. Nýmæli í veiðum hér við land hafa ekki verið mjög miklar. Skötuselur er ein af þeim tegundum sem kvóti hefur verið settur á. Hann hefur veiðst í nokkrum mæli um langt skeið en það eru aðeins um tvö ár síðan byrjað var að veiða hann markvisst sem aðaltegund.
Nú er líka að hefjast túnfiskveiðitímabilið hér við land en túnfiskveiðar eru ein athygliverðasta nýbreytnin í fiskveiðum við Ísland. Á næstu dögum byrjun september koma fimm japönsk túnfiskveiðiskip til veiða í Íslenskri lögsögu eins og nokkur undanfarin ár. Túnfiskurinn gengur inn í íslenska lögsogu frá suðlægari slóðum, allt frá miðbaug.
Lítið er vitað um túnfiskstofninn og hvernig ferðum hans er háttað enda fer hann hratt yfir og getur tekið sundspretti á áttatíu kílómetra hraða. Alla síðustu öld veiddist einstaka túnfiskur hér við land, en það var ekki fyrr en japönsk skip hófu veiðar rétt utan við landhelgina að menn sáu möguleika á að stunda þær hér. Tekin var ákvörðun um að leyfa japönskum skipum að veiða hér í tilraunaskyni. En þeir veiða einnig í landhelgi Færeyja, Írlands og Kanada.
Veiðarnar hafa gengið ágætlega hjá japönsku skipunum, þótt tvö síðastliðin ár hafi valdið nokkrum vonbrigðum. Talið er að veðurskilyrðum hafi að nokkru verið um að kenna og fiskurinn hafi leitað í hlýrri sjó en hér var að finna á ferðum sínum um Norður-Atlantshafið. Nokkar vonir hafa verið bundnar við þessar veiðar hér, en ein íslensk útgerð hefur stundað þessar veiðar síðan 1998 og tvær aðrar eru með skip í smíðum sem verða meðal annars búin til túnfiskveiða.
Veiðarnar eru að nokkru frábrugðnar þeim sem hér hafa verið stundaðar áður. Fiskurinn er veiddur með línu sem liggur rétt undir yfirborðinu og rekur um en hefðbundin lína liggur föst við botninn. Línan er mjög löng og getur verið milli tvö og þrúhundruð kílómetra löng. Það getur því verið snúið þegar margir bátar veiða á sama svæðinu og kallar á mikla samvinnu skipstjórnarmanna, en japönsku skipin hafa sérstakan veiðiskipstjóra sem sér eingöngu um að leggja línuna.
Veriðið á fisknum er gott, á milli tvö og þrjúþúsund krónur fyrir kílóið á Japansmarkaði þegar það er sem hæst. Þar sem fiskurinn sem veiðist hér er á milli sjótíu og þrjúhundruð kíló þarf ekki mjög marka fiska til að hafa gott uppúr veiðunum. Aðrir markaðir eru ekki vænlegir þar sem þar er um lægra verða ð ræða. Ástæðan fyrir hinu háa verði á japansmarkaði er að þeir þurfa á besta fiskinum að halda til að metta eftirspurnina eftir hráum túnfiski í sushi eða sashimi. Fiskurinn sem veiðist hér við land er af þeirri stærstu af nokkrum tegundum og heitir bláuggi. Hann er með feitasta móti þegar hann kemur í íslensku landhelgina en því feitari sem hann er því hærra verð fæst fyrir hann.
Eins og gerist með aðrar veiðar á veiðin á túnfiski eftir að verða sveiflukennd. Sumir halda því fram að túnsikstofninn sé í bráðri hættu, en miðjarðarhafsþjóðir hafa veitt hann grimmt í gildrur og net og valdið stofninum þannig miklum skaða með að drepa mikið af ungum fiski. Tekin hafa verið skref til verndunar stofninum með að takmarka og banna þær veiðiaðferðir sem helst skaða stofninn. Þetta á þó frekar við um minni tegundir túnfisks. Þar sem sá fiskur sem kemur inn í íslenska lögsögu er yfirleitt ekki mjög ungur eru veiðar hér ekki mjög skaðlegar stofninum. Sumir halda því þó fram að fiskurinn geti alveg horfið úr íslenskri lögsögu og þannig kvatt okkur á sama hátt og síldin gerði forðum daga.
Það verður spennandi að fylgjast með þróun túnfiskveiða hér við land en það er ábyggilegt að ýmis tækifæri eru enn ónýtt í nýtingu hafsins og þess sem það hefur að geyma.
- Línuleg menntun er liðin tíð - 31. mars 2021
- Afstæði á tímum Covid - 25. febrúar 2021
- Auður og afl og hús og verðtrygging - 30. janúar 2021