Í dag birtist könnun frá IBM, þar sem meðal annars er skoðað hvenær fólk tók ákvörðun um hvaða flokka það ætlaði að kjósa. Niðurstaðan var sú að fjórðungur hafði endanlega ákveðið hvað viðkomandi ætlaði að kjósa á kjördag og tíund hafi ákveðið sig í kjörklefanum.
Þegar skoðaðar eru tölur á milli flokka kemur í ljós að tæplega 70% kjósenda Sjálfstæðisflokksins hafi verið búnir að ákveða hvað þeir ætluðu að kjósa mánuði fyrir kosningar en einungis rúmlega þriðjungur af kjósendum Frjálslynda flokksins eða 36%.
Af þeim sem ákváðu sig í kjörklefanum kemur í ljós að flestir þeirra ákváðu að setja x-ið við F, eða 27,8% kjósenda þeirra. 11,8% þeirra sem kusu framsóknarmenn ákváðu sig ekki fyrr en í kjörklefanaum á meðan einungis 3,6% kjósenda Sjálfstæðisflokksins ákváðu að kjósa flokkinn í kjörklefanum.
Flokkshollustan er mest hjá Sjálfstæðisflokknum en 80% þeirra sem kusu hann höfðu kusu hann líka síðast. Athygli vekur að 22,7% kjósenda Framsóknarflokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Af stóru flokkunum kusu fæstir Samfylkinguna aftur eða 58,8%. Jafnframt vekur athygli að 5% þeirra sem kusu Samfylkinguna skiluðu auðu við síðustu Alþingiskosningar á meðan það er ekki mælanlegt hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins og Vinstri-Grænna.
Mikil umræða var fyrir kosningar um hvort Samfylkingin hefði herjað óeðlilega mikið á kjósendur Vinstri Grænna. Hins vegar kusu einungis 8,4% kjósenda Samfylkingarinnar Vinstrigraæna síðast á meðan 23,8% kjósenda VG kusu Samfylkinguna síðast. Miðað við þessar tölur hefur þá áróður Samfylkingarinnar á kjósendur Vinstri Græna ekki haft áhrif.
Þegar stuðningur við ríkisstjórnina er skoðaður kemur í ljós að einungis 30% þeirra sem voru spurðir, voru annað hvort frekar eða mjög andvígir því að núverandi ríkisstjórn héldi áfram. Nokkru fleiri konur en karlar eru andvígar að núverandi stjórnarflokkar haldi áfram að vinna í ríkisstjórn.
Það sem kemur óneitanlega mest á óvart er hversu hátt hlutfall ákveður sig ekki fyrr en á kjördag og í kjörklefanum. Greinilegt að auglýsingar og áróður seinustu daga fyrir kosningar getur haft verulega áhrif á niðurstöðu kosninganna, þar sem svo stórt hlutfall ákveður sig ekki fyrr en svo skömmu áður sett er x–ið á kjörseðilinn.
Sú spurning hlýtur að vakna hvort flokkarnir breyti um taktík í ljósi þessarar athyglisverðu niðurstöðu. Ein leið gæti verið sú að bíða með einhver stór útspil þar til í síðustu vikunni og grípa þá „mómentið“ með snjallri fléttu. Niðurstaðan er í öllu falli þessi:
Síðasta vikan fyrir kjördag ræður úrslitum.
- Einyrkjar undir eftirliti - 11. maí 2009
- Hún fyrnir hann… hún fyrnir hann ekki… hún fyrnir hann… - 7. maí 2009
- Frábærar NBA-nætur - 5. maí 2009