„Skítajobb“

Mikil umræða hefur átt sér stað um laun æðstu embætta ríkisins í kjölfar úrskurðar kjaradóms um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og embættismanna, sem heyra undir dóminn. Laun alþingismanna og ráðherra hækka um 18,4-19,3%, laun dómara og ríkissaksóknara hækka um 11,1-13,3% og laun annarra embættismanna hækka um 7,2%. Tímasetning breytingana vakti einnig athygli því svo skemmtilega vildi til að þær tóku gildi á kjördag en samkvæmt formanni kjaradóms var því komið svo fyrir til að trufla ekki almenna þjóðfélagsumræðu í aðdraganda kosninganna.

Mikil umræða hefur átt sér stað um laun æðstu embætta ríkisins í kjölfar úrskurðar kjaradóms um að um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og embættismanna, sem heyra undir dóminn. Laun alþingismanna og ráðherra hækka um 18,4-19,3%, laun dómara og ríkissaksóknara hækka um 11,1-13,3% og laun annarra embættismanna hækka um 7,2%. Tímasetning breytingana vakti einnig athygli því að svo skemmtilega vildi til að þær tóku gildi á kjördag en samkvæmt formanni kjaradóms var því komið svo fyrir til að trufla ekki almenna þjóðfélagsumræðu í aðdraganda kosninganna.

Þessar breytingar voru mörgu leyti tímabærar enda bera þær vott um hugarfarsbreytingu í þá átt að laun fyrir þessi störf virki sem hvatning til árangurs.

Störf alþingismanna eru fjölbreytt og á margan hátt sérstæð. Varla er hægt að segja að það sé einfalt mál að komast inn á þing en flestir eru sammála um mikilvægi þess að á Alþingi Íslendinga veljist hæfileikaríkt fólk. Ef einhver fær þá flugu í höfuðið að gerast alþingismaður er varla hægt að segja að það sé auðsótt. Þó er hægt að skoða tvo möguleika til að ná því markmiði. Annar felur í sér að finna flokk eða fylkingu sem hefur stefnu í samræmi við manns eigin skoðanir og ganga til liðs við hann. Ef svo heppilega vill til að slíkur flokkur finnst er í flestum tilvikum nauðsynlegt ganga í gegn um prófkjör, sannfæra flokksystkini sín um eigið ágæti og vera valinn inn á framboðslista.

Hinn möguleikinn gengur út að bjóða fram sinn eigin lista með tilheyrandi undirskriftasöfnunum, kynningum og fjárútlátum.

Ef allt gengur að óskum tekur hin almenna kosningabarátta við. Ef árangur á að nást er nauðsynlegt að vera á útopnu við að kynna sig, stefnumál sín og flokksins og almennt að sannfæra kjósendur um að setja x-ið á réttan stað. Hægt er að ímynda sér að reynsla af sölustörfum nýtist þegar þarna er komið við sögu. Ef þessi málflutningur fellur í ljúfan jarðveg er von á því að komast inn á þing.

Á Alþingi er hins vegar engin ástæða til að anda léttar því að ásamt því stressi sem óhjákvæmilega fylgir þingstörfum er nauðsynlegt að hafa það á bak við eyrað að alls ekki er tryggt að starfið haldist lengur en í fjögur ár. Áður en langt um líður er nauðsynlegt að ganga aftur í gegn um kosningaferlið og nú til að sannfæra fólk um að starfið hafi verið árangursríkt og að stefnumálunum hafi verið komið til skila. Við þetta bætist síðan að fjölmiðlar hafa opið skotleyfi á störf alþingismanna og andstæðingar í pólitík fylgjast með störfum hvers annars í þeirri von að koma upp um mistök sem geta nýst í baráttunni. Til að ná langt í pólitík er nauðsynlegt að vera meðvitaður um þetta atriði. Stjórnmálastarf gengur jú út á að sjá til þess að ákveðin sjónarmið ráði för. Ef þú ert ekki við stjórnvölinn eins og stendur er fyrsta skrefið að koma þér þangað og þeim sem eru þar fyrir frá.

Ekki má skilja þessa lýsingu þannig að störfum æðstu embættismanna ríkisins fylgi eintóm leiðindi því vissulega eru störf innan Alþingis að mörgu leyti spennandi. Mikil ábyrgð fylgir því að taka þátt í ákvörðunum sem snerta alla landsmenn og varla leiðist blessuðum alþingismönnunum okkar skrafið. En því verður ekki neitað að störf þeirra hljóta að vera bæði erfið og krefjandi. Margt hangir á spýtunni og nauðsynlegt að hæfileikaríkt fólk sinni æðstu embættum íslenska ríkisins. Því er ekki óeðlilegt að laun fyrir slík störf séu í hærri kantinum og í samræmi við hálaunastöður á hinum almenna markaði. Því er niðurstaða kjaradóms skiljanleg.

Kannski hitti Bubbi Morteins naglann á höfuðið í stuttu viðtali í Fréttablaðinu í gær þegar hann lét hafa eftir sér að alþingismenn ættu hærri laun skilið og bætti síðan við: „Þetta er skítajobb”.

Latest posts by Brynjólfur Stefánsson (see all)

Brynjólfur Stefánsson skrifar

Brynjólfur hóf að skrifa á Deigluna í mars 2003.