Á Íslandi nýtur eitt trúfélag, Þjóðkirkjan, verndar og stuðnings hins opinbera umfram önnur. Þó að trúfrelsis sé að öðru leyti oftast gætt hér á landi eru samt margar ástæður fyrir því að nauðsynlegt sé að breyta núverandi kerfi. Um þetta skrifaði ég í pistlinum „Að skilja Ríkið (og Kirkju)“ sem birtist hér á Deiglunni fyrir nokkru.
Um daginn var haldinn málfundur þar sem fulltrúar fimm flokka útskýrðu stefnu sína í þessum málum. Af þeim flokkum hafði aðeins einn þeirra, Frjálslyndi flokkurinn, tekið þá afstöðu að skilja bæri milli ríkis og trúar. Vinstriflokkarnir tveir sögðust ekki myndað sér stefnu í þessum málum. Össur Skarphéðinsson sagði að í flokknum væru margir sem vildu lögskilnað en einnig margir prestar og flokkurinn sem slíkur hafði ekki myndað sér stefnu í trúmálum. Einnig taldi hann að:
Sá sem þetta skrifar dregur í efa þörf á ríkisreknum mórölskum vita.
Drífa Snædal, fulltrúi VG sagði að málið væri þverpólitískt innan hreyfingarinnar og þótt Árni Steinar þingmaður hafði á sínum tíma lagt fram frumvarp þess efnis væru margir innan hennar á öðru máli. Afstaða þessara manna mótast væntanlega af almennum ótta við hvers kyns frjálslyndi og ást á ríkisreknum fyrirbærum almennt, því ekki hafa sósíalistar hingað til þótt sérstaklega trúrækið fólk.
Sólveig Pétursdóttir Dóms- og Kirjumálaráðherra fór yfir stöðu mála, útskýrði að Kirkjan væri orðin mjög sjálfstæð stofnun. Frekari aðskilnaður væri flóknara mál m.a. annars vegna þess að kirkjan ynni mikið starf erlendis. Sólveig tilgreindi síðan 62. grein Stjórnarskrárinnar (Vernd og stuðningur Ríkisins við Þjóðkirkjunu) máli sínu til stuðnings.
Það má vel vera að málið sé „flókið“. En er það flóknara en til dæmis einkavæðing bankanna? Auka þarf sjálfstæði og fjárhagslegan grundvöll Kirkjunnar smám saman og síðan skera á tengslin þegar hún er fær um að bera sig sjálf. Það hvort málið sé flókið kemur málinu ekki svo mikið við einkavæðingin var einnig flókin en samt var ráðist í hana. Það er einnig asnalegt að skýla sig bak við Stjórnarskrána því henni má breyta og það er jafnvel sú grein innan hennar sem auðveldast er að breyta. Ef spurt er um afstöðu til aðskilnaðar er þá væntanlega einnig verið að spyrja um afstöðu til þessarar tilteknu greinar.
Jónína Bjartmarz talaði loks fyrir hönd Framsóknarflokksins. Hún sagði að flokkurinn væri á móti aðskilnaði ríkis og kirkju. Síðan bætti hún við:
kvenna.“
Þetta eru athyglisverð ummæli sem vert er að athuga. Stjórnarskráin gerir einmitt ráð fyrir að heimilt sé að stofna trúfélög svo lengi sem trúin stríði ekki gegn „góðu siðferði“. Það má því skilja það svo að múslimar fengu ekki skrá trúfélag sitt á Íslandi, fengi Jónína Bjartmarz einhverju ráðið. Það er að auki er staða konunnar álíka „vel skilgreind“ í kristinni trú og Íslam, eins og lesa má í 1. Kórinþubréfi:
Það siðferði sem við lifum við á Vesturlöndum er samblanda af kristnum gildum og heilbrigðri skynsemi. Og ekki er nú hægt að fullyrða að kirkjan hafi verið sá aðili sem gegnum tíðina hefur dregið taum jafnréttis og umburðarlyndis. Eflaust fengju konur aldrei að vera prestar, skilnaðir væru bannaðir og samkynhneigðir væru enn álitnir glæpamenn ef ekki væri fyrir inngrip „eiganda“ trúfélagsins, þ.e. Ríkisins.
Það er oft talað um að kirkjan þurfi að veita ríkinu siðferðislegt aðhald. Í raun hefur þetta verið öfugt. Í siðferðismálum er ríkið oftast ljósárum á undan.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021