02-919 Söfn – Ýmis framlög

Útgjaldatillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis eru hneyksli. Nefndarálit meirihlutans ásamt áliti annarra fastanefnda þingsins er að finna á vef Alþingis. Tillögurnar eru allrar athygli verðar en þær fela í sér samtals 2.277,6 milljóna króna útgjaldaraukningu frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Reyndar má halda því fram að einhver útgjöld til viðbótar séu óhjákvæmileg vegna ástæðna eins og vaxtakostnaðar í kjölfar gengislækkunar en því fer víðs fjarri að aðrar útgjaldahugmyndir meirihlutans séu jafn óhjákvæmilegar.

Útgjaldatillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis eru hneyksli. Nefndarálit meirihlutans ásamt áliti annarra fastanefnda þingsins er að finna á vef Alþingis. Tillögurnar eru allrar athygli verðar en þær fela í sér samtals 2.277,6 milljóna króna útgjaldaraukningu frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Reyndar má halda því fram að einhver útgjöld til viðbótar séu óhjákvæmileg vegna ástæðna eins og vaxtakostnaðar í kjölfar gengislækkunar en því fer víðs fjarri að aðrar útgjaldahugmyndir meirihlutans séu jafn óhjákvæmilegar.

Af nógu er að taka í nefndarálitinu en til dæmis skal hér tekinn léttvægur útgjaldaliður merktur 02-919 Söfn, ýmis framlög, þar sem lagt er til samtals 76 milljóna króna hækkun á algjörlega óþörfum ríkisútgjöldum, frá upphaflegri tillögu. Það er hækkun upp á 208%, en upphafleg tillaga hljóðaði upp á einungis 36,5 milljónir af algjörlega óþröfum ríkisútgjöldum. Raunar þá virðist vera að skapast ákveðin hefði fyrir því að þessi liður á fjárlagafrumvarpinu bólgni verulega í meðferð fjárlagafrumvarpsins. Í fyrra hljóðaði upphafleg útgjaldatillaga upp á 22,5 milljónir en eftir meðferð þingsins hafði liðurinn hækkað um 458%, úr 25,5 milljónum í 142,5. Raunar er ákaflega áhugavert að skoða þessar tillögur með hliðsjón af þeim kjördæmum sem eiga fulltrúa í meirihluta fjárlaganefndar. Deiglan skoðar það nánar í ítarefni hér við hliðina.

Í tillugum fjárlaganefndar er m.a. að finna endurbyggingu gamalla báta, endurgerð gamals kaupfélagsskúrs, sögusetur, hvalamiðstöð, saltfisksetur, galdrasýning og hvaðeina. Vekur það verulega furðu að þingmenn hafi ekki haft dug í sér til þess að losa skattgreiðendur undan því að greiða fyrir slík gæluverkefni, kjördæmapot og vinargreiða nú þegar allir virðast sammála um nauðsynlegt sé að draga úr ríkisútgjöldum.

Þann 14. nóvember sl. skrifaði ritstjórn Deiglunnar pistil um fjárlagaumræðuna. Þar var fjallað um mikilvægi þess að þingmenn gættu aðhalds við meðferð fjárlagafrumvarps. Í pistlinum var m.a. vitnað til orða Ólafs Arnar sem hann lét falla úr þessum sama ræðustóli þann 3. október:

„Ríkissjóður þarf einnig að taka til í eigin ranni. Í því sambandi er brýnast að fyllsta aðhalds verði gætt í útgjöldum og að það svigrúm sem þannig myndast verði nýtt til að auðvelda heimilum og fyrirtækjum að glíma við niðursveifluna í efnahagslífinu.“

Deiglan taldi þessa yfirlýsingu Ólafs Arnar gefa von um að hafður yrði hemil á útgjaldafíkn þingmanna. Svo virðist sem Ólafur Örn hafi annað hvort ekki enn náð að herða tök sín á nefndarmönnum nægjanlega til þess að hrinda stefnumiðum sínum í framkvæmd – eða að orð hans við kynningu fjárlaganna hafi verið eintómur fagurgali sem lítið mark sé á takandi.

deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Ritstjórn Deiglunnar (see all)