Til Stúdentaráðs kusu 3647, Vaka hlaut 1883 atkvæði eða 52%, Háskólalistinn 397 atkvæði eða 11% og Röskva 1312 atkvæði sem eru 36%. 53 atkvæði voru auð og 2 ógild.
Í fyrra sigraði Vaka, í fyrsta skipti í ellefu ár, með fjögurra atkvæða mun. Nú var munurinn á Vöku og Röskvu 571 atkvæði. Þetta er stærsti sigur Vöku á Röskvu frá því Röskva var stofnuð fyrir 15 árum. Frá árinu 1956 hefur Vaka aðeins einu sinni fengið yfir 50% atkvæða, en það var á árunum 1988 til 1990. Ef tekið er tillit til atkvæðamunar er sigur Vöku í ár þó líklega sá stærsti í sögu félagsins frá árinu 1952, en þá hlaut félagið 54% atkvæða í keppni við þrjú önnur framboð.
- Uppgjör og ábyrgð - 15. apríl 2010
- Evrópusambandið í hlutverki handrukkara - 13. nóvember 2008
- Standa þarf vaktina - 26. september 2008