Villutrú Murphy’s

Ristað brauð með sultu í gólfið. Reka tá í þröskuld. Renna í hálku fyrir framan hóp af fólki. Tölvan frýs með ritgerðina óvistaða. Prentarinn gefur sig að morgni skiladags.

Ristað brauð með sultu í gólfið. Reka tá í þröskuld. Renna í hálku fyrir framan hóp af fólki. Tölvan frýs með ritgerðina óvistaða. Prentarinn gefur sig að morgni skiladags.

Allt eru þetta hlutir sem geta farið úrskeiðis. Öll könnumst við við þá og ég þykist viss um að við höfum höfum lent í þessu e-n tímann á ævi okkar og er það ofureðlilegt.

Sumt fólk hins vegar hefur óhöpp á heilanum og má ekkert henda það án þess að það kenni æðri máttarvöldum um. Í hvert sinn sem ég geri mig að fífli fyrir framan annað fólk (sem er ósjaldan) þá kemur alltaf e-ð fíflið og segir: „Ha! Lögmál Murphy’s klikkar ekki.”

Lögmál Murphy’s er upprunið frá Capt. Edward A. Murphy, verkfræðingur úr bandaríska flughernum sem að bölvaði tæknimanni sínum og sagði orðrétt: „If there is any way to do it wrong, he’ll find it.“ Þetta var árið 1948 og hefur þessi frasi breyst í lögmálið „ef e-ð getur farið úrskeiðis, þá fer það úrskeiðis” og hefur breyst sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Til margar útgáfur af honum fyrir hin ýmsu tækifæri.

En á þessi staðhæfing rétt á sér? Fjöldi fóks gæfi mikið fyrir að geta framkvæmt hluti sem í annarra augu eru hinir hversdagslegustu. Anda reglulega, lesa af skjá, hreyfa músina óhindrað o.s.fr.v eru allt hlutir sem eru framkvæmdir af flestum hugsunarlaust. Fólk tekur eftir óhöppunum frekar en aðgerðunum sem eru framkvæmdar snurðulaust vegna þess að þær eru svo margar að við leiðum þær hjá okkur og tökum þeim sem sjálfsögðum hlut.

Athugum að heilinn framkvæmir fjölda aðgerða, margar hverjar mjög flóknar, samtímis og vinnur þetta verk yfirleitt fumlaust og fagmannlega. Gefum okkur að heilinn framkvæmi 5 milljónir hluta á klst (mjög gróflega áætlað). Þar tökum við inní dæmið öll efnaskipti og taugaboð o.s.fr.v. Segjum svo að maður telji dag vera óhappadag ef 5 hlutir fara úrskeiðis á einum degi þá væri 99,99999996% líkur á að hver einasti dagur væri föstudagurinn þrettándi.

Hvernig væri að hætta þessari svartsýni, gefa Mr. Murphy langt nef og fagna hverri sultubrauðsneið í gólfið sem kærkomnu kryddi í tilveruna?

Latest posts by Ari Tómasson (see all)