Þessa dagana er verið að sýna þáttinn Piparsveininn á Skjá einum. Í þáttunum er 25 stúlkum boðið möguleiki á að grípa gæsina, sem í þessu tilfelli er bankastjóri í banka í eigu fjölskyldu hans. Í Bandaríkjunum eru vinsældir þáttarins fyrst og fremst hjá konum á aldrinum 18 – 34 ára og fara vinsældir þáttarins stöðugt vaxandi.
Bankastrákurinn Aaron Buerge er piparsveinninn og á endanum mun hann velja eina stúlku sem sína stúlku, án þess þó að vera skuldbundin til þess að giftast henni. Buerge sem er vélaverkfræðingur að mennt og vinnur í fjölskyldubankanum. Það voru vinir hans sem komu honum í þáttinn en þeim þótti tímabært að hann færi að þroskast, hætta piparsveinalífinu og mynda fjölskyldu.
Nú eru tveir þættir búnir af þessari þáttaröð. Piparsveinninn er búinn að fara á nokkur stefnumót með stúlkunum í hóp, samt hafa virðast þær allar vera búnar að finna prinsinn á hvíta hestinum. Miklar tilfinningar eru í spilinu, þegar stúlkurnar keppast um að líta sem best út fyrir draumaprinsinum.
Lágkúran nær svo alltaf hámarki í lok hvers þáttar þegar komið er að því að velja stúlkur í burtu. Í fyrsta þætti fækkaði hann stúlkunum úr 25 í 15, en hann hafði átt örfáa fundi með stúlkunum til að gera upp hug sinn. Í næsta þætti var stúlkunum svo fækkað úr 15 í 10, þá hafði hann haft aðeins meira næði með þeim og meðal annars nokkuð nánar stundir með þremur þeirra. Áður en hann fékk tækifæri til þess að velja stúlkur í burtu ákváðu 2 þeirra að yfirgefa þáttinn áður en hann hafnaði þeim, stoltur tilkynnti hann þá að greinilega hefði upphaflega ákvörðun verið rétt.
Í næstu umferð af þáttunum verða það ekki piparsveinn sem á að velja úr meyjunum heldur verður það piparmeyja sem sér um valið. Þeir sem fylgdust með síðustu seríu af “Piparsveininum” muna væntanlega eftir dramtísku lokaatriði þar sem piparsveinninn varð að velja milli tvegga en valdi þá sem allir töldu ólíklegri. Þáttastjórnendur voru svo hrifnir af þeirri sem tapaði að þeir ákvaðu að gefa henni aftur tækifæri og nú fær hún að láta ljós sitt skína á meðal 25 karla sem vilja ólmir komast yfir hana. Það verður fróðlegt að sjá hvort munur verður á því þegar valið fer fram.
- Það er njósnað um þig - 24. febrúar 2021
- Nútímamaður - 11. júlí 2020
- Langa dimma vetur - 10. júlí 2020