Afreksmenn í grunnskólanámi

Fyrir skemmstu voru kynntar niðurstöður úr rannsókn OECD á árangri 15 ára nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Niðurstöðurnar voru eitthvað á þá leið að íslenskir nemendur væru nokkurn veginn í meðallagi góðir í þessum greinum, þó sýnu verstir í náttúrufræðinni. Þessar niðurstöður er auðvtiað ekkert sérstaklega góðar en mönnum tókst þá að sjá ljósa punkta við þær. Eitt af því sem kom í ljós að Ísland virðist eiga afskaplega fáa afreksmenn á sviði grunnskólanáms og bendir það til mikils jöfnuðar. Þetta myndi án vafa falla öfgafyllstu jafnaðarmönnum vel í geð, enda skyldu engir vera jafnari en aðrir og mikilvægt er að íslenskum grunnskólabörnum láti sér ekki detta slíkt í hug.

Fyrir skemmstu voru kynntar niðurstöður úr rannsókn OECD á árangri 15 ára nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Niðurstöðurnar voru eitthvað á þá leið að íslenskir nemendur væru nokkurn veginn í meðallagi góðir í þessum greinum, þó sýnu verstir í náttúrufræðinni. Þessar niðurstöður er auðvtiað ekkert sérstaklega góðar en mönnum tókst þá að sjá ljósa punkta við þær. Eitt af því sem kom í ljós að Ísland virðist eiga afskaplega fáa afreksmenn á sviði grunnskólanáms og bendir það til mikils jöfnuðar. Þetta myndi án vafa falla öfgafyllstu jafnaðarmönnum vel í geð, enda skyldu engir vera jafnari en aðrir og mikilvægt er að íslenskum grunnskólabörnum láti sér ekki detta slíkt í hug.

Tólf ára drengur, sem Deiglan þekkir til, á afskaplega auðvelt með nám. Hann stundar auk þess íþróttir og hljóðfæraleik af kappi. Þrátt fyrir að vera ágætlega liðtækur íþróttamaður er ólíklegt að hann muni einhvern tímann afla sér lífsviðurværis með íþróttaiðkun og tónilstaráhuginn er sennilega ekki nægur til þess að hann geri það að atvinnu sinni. Hann er hins vegar framúrskarandi í stærðfræði og hefur skilning langt umfram aldur sinn á flóknum hugtökum og getur tekið þátt í samræðum á jafnræðisgrundvelli um nokkurn veginn hvað sem er við vel upplýst fullorðið fólk. Hann hefur þar að auki fullkomið vald á ensku, sennilega betra en hægt væri að ætlast til af manni með stúdentspróf í faginu. Þessi ungi maður er þó vart álitinn vera afreksmaður hér á landi og víst er að menntakerfið gerir lítið til þess að ýta undir þá sjálfsmynd. Þvert á móti er honum bannað að fara fram úr skólafélögum sínum í námsbókunum og svo vel hefur innræting menntakerfisins barið niður sérstöðu hans að hann segist ekki einu sinni hafa áhuga á því. „Þá er eins og fólk haldi að ég sé eitthvað betri en hinir.“

Ef þessi tólf ára drengur væri afreksmaður í knattspyrnu er ólíklegt að þjálfari hans uppálegði honum að æfa minna, skora sjaldnar eða vinna færri skallaeinvígi. Ungir afreksmenn í íþróttum fá að njóta þess að þroska hæfileika sína og fá skýr skilaboð frá samfélaginu um að þeir geti náð langt ef þeir rækta með sér hæfileika sína. Þannig hefur tilfinnanlegur skortur á jöfnuðar og uppeldissjónarmiðum í þjálfun ungra íslenskra íþróttamanna skilað sér í fjöldanum öllum af afreksmönnum sem lifa af hæfileikum sínum við góð kjör víða um heim. Eða hefði það kannski verið skynsamlegt að banna Eiði Smára Guðjohnsen að skora nema jafnmörg mörk og sá lélagasti í ÍR þegar hann lék þar á sínum yngri árum? „Hvað ertu alltaf að skora þessi mörk Eiður – heldurðu að þú sért eitthvað betri ein hinir?“

Sannleikurinn er sá að til þess að ná þeim árangri sem hann hefur náð þurfti Eiður Smári að geta sagt við sjálfan sig „Já – ég er betri“. Vinir hans í yngri flokkunum hafa væntanlega tekið eftir því líka – en á sama tíma gert sér grein fyrir því að hæfileikar Eiðs tóku ekkert frá þeim sjálfum, þvert á móti. Þeir nutu góðs af því að spila með hæfileikamanni eins og honum. Hið sama á við alls staðar í lífinu, ekki síst í skólastofunum. Þeir ungu Ísleningar sem eiga auðvelt með nám eru afreksmenn, rétt eins og þeir sem eiga auðvelt með að sparka bolta eða spila á fiðlu. Íslenskt samfélag missir af miklum auð ef þetta afreksfólk fær ekki svigrúm til þess að bæta sig og þroska – ef það fær ekki viðnám við hæfileika sína og metnað. Jafnaðarsjónarmið réttlæta ekki að einstaklingum sé haldið niðri á mikilvægum námsárum þeirra. Slíkt er of dýrt fyrir þá sjálfa, skólafélega þeirra og samfélagið í heild.

Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, vakti athygli á þessu í viðtali í Sjónvarpinu þegar niðurstöðurnar voru kynntar og sagði að við þyrftum að huga að því hvort við séum með skólakerfi “sem heldur aftur af bestu nemendunum og gefur þeim ekki verkefni til þess að glíma við, sem hvetur til meiri árangurs.” Það er fagnaðarefni að yfirvöld menntamála skuli átta sig á því að gera þurfi gangskör í því að hvetja góða nemendur til enn frekari árangurs því fátt er ungu fólki skeinuhættara en að fá aldrei verkefni sem reyna á heilabúið í þeim. Slíkt umhverfi er ekki árangurshvetjandi eða mannbætandi. Deiglan mælist því til þess við kennara landsins að þeir hætti að stroka út úr stærðfræðibókum bráðgerra nemenda og taki sér frekar íþróttahreyfinguna en sænskra uppeldissósíalista til fyrirmyndar í meðhöndlun á afreksmönnum í grunnskólanámi.

deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Ritstjórn Deiglunnar (see all)