Frægt fók eru guðir nútímans. Með auknum frítíma almennings eykst stöðugt eftirspurn eftir afþreyingu og þeir sem geta uppfyllt hana eru þyngdar sinnar virði í gulli.
Ef það nægir ekki þá virðist sem frægð sé frygðarlyf hið mesta sem gerir Billy Corgan að kyntákni og Jarvis Cocker fær jafnvel fullvaxta kvenfólk til að skríkja.
Frægð er því orðin geysieftirsótt. Fólk er áfjáð í sínar 15 mín og virðist tilbúið til alls til að öðlast þær. Raunveruleikaþættir eru gott dæmi um það og einnig hinir nýju “voyeur” þættir eins og Osbornes og þátturinn um Önnu Nicole Smith. Nýlegur þáttur í USA sýnir frá óförum karlmanna sem náðust á myndband við að falast eftir vinskap gleðikvenna í þartilgerðum híbýlum og lýsa þörfum sínum og óskum. Vegna strangra laga þar á bæ urðu framleiðendur þáttanna að fá leyfi hjá viðkomandi aðilum til þess að geta sýn þættina. Enginn neitaði.
Hins vegar er ekki allsstaðar jafnerfitt að komast í sviðsljósið. Hérna heima nægir að ganga í kringum landið eða byrja með útvarpsþátt á FM og voilá, maður er bara þjóðþekktur. Á ensku kallast þetta að vera “big fish in a small pond.” Besta dæmið um þessi ósköp er hinn geðþekki Fjölnir Þorgeirsson. Man e-r fyrir hvað hann er þekktur fyrir? Hann er kominn á það stig að vera frægur fyrir aðeins eitt; að vera frægur. Hvað þá með Marín Möndu? Jú, hún er fræg fyrir að hafa verið með manninum sem er frægur fyrir að vera frægur. Geri aðrir betur.
- Maísól hins hjólandi manns - 11. október 2005
- Ha, flugvöllur? - 7. október 2005
- Bjórvömb? - 30. október 2004