“Af öryggisástæðum eru farþegar beðnir um að halda kyrru fyrir í sætum þangað til að flugvélin hefur numið staða og slökkt hefur verið á sætisbeltaljósum.”
Vélin rúllar eftir flugbrautinni. Tekur ljúfan 90 gráðu sveig í átt að flugstöðinni. Nemur staðar.
Ljósin loga enn.
Röð smella heyrist í farþegarýminu.
Ljósin loga enn.
Dökkhærð kona í gangsætinu fyrir framan mig vippar sér upp og opnar farangurshólfið.
Ljósin loga enn.
Vélin býr sig undir að halda áfram ferð sinni. Konan rótar eftir handfararangurstöskunni og jakkanum.
“Maam, the lights are still on,” segi ég, hinn sjálfskipaði regluvörður vélarinnar.
Hún þykist hissa. Klárar það sem hún þarf að gera. Nær í jakkan. Sest í sætið, án þess að spenna beltin.
Ljósin loga enn.
Vélin keyrir áfram 50 metra. Slekkur á hreyflum. Ding… Sætisbeltaljósin slokkna.
Sú sem lætur ekki steypa sér í mót rýkur úr sætinu og kemst alveg svona 3-4 sætaraðir áður en Rauðahaf hinna farþeganna skellur á henni frá báðum hliðum.
Ég er óþolinmóðnr. En ég er samt bara eins óþolinmóður og gildandi lög leyfa. Fyrir vikið hafa þeir sem sem eru óþolinmóðir og svindla alltaf farið í taugarnar á mér. En þarna í vélinni varð mér ljóst að mannkynið þarf á þessu fólki að halda.
Þetta er fólkið sem lifði af Helförina. Meðan við hin sátum. Með sætisólarnar spenntar.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021