Ung kona býr á fámennum stað úr alfaraleið. Hún hefur náðargáfu í hugbúnaðargerð en í hennar nágrenni er ekkert hugbúnaðarfyrirtæki. Einu atvinnutækifærin eru við þjónustustörf á hóteli í nágrenninu. Ef hún getur ekki flutt þá er tekjugeta hennar takmörkuð við laun í veitingageiranum, en með því að flytja á stað þar sem fyrirtæki í hugbúnaðargerð starfar getur hún bætt bæði hag sinn og fyrirtækisins sem ræður hana.
Fólksflutningar færir það frá stöðum þar sem það skilar minni framleiðni yfir á staði þar sem það skilar meiri framleiðni. Þetta eykur hag bæði þess sem flytur og áfangastaðarins. Þeim mun færri hindranir sem eru í þessu ferli því betur gengur fólki að flytja þangað sem það skilar hæstri framlegð. OECD hefur mælt að innflytjendur auka hagvöxt á Íslandi um 0,9%. Fyrir utan óbeinan hag þá skila erlendir ríkisborgarar töluvert meiru í opinbera sjóði en þeir fá úr þeim en erlendir ríkisborgar með skattalega heimilisfesti á Íslandi greiddu 10 milljarða í skatta árið 2012.
Stórkostlegir fólksflutningar frá stöðum með minni framleiðni til staða með meiri framleiðni hafa átt sér stað á undanfarinni öld þar sem flutningur frá Evrópu til Bandaríkjanna ber hæst á vesturlöndum. Innan Bandaríkjanna hefur á undanförnum 30 árum verið mikill flutningur á fólki frá Deiglunni
- Róleg og aflslöppuð aðgerðaráætlun í loftslagsmálum - 28. júlí 2021
- Í hvernig umhverfi blómstrar nýsköpun? - 8. júní 2021
- Viðskipti á tímum Covid - 20. maí 2021