Trúfrelsi er varið í stjórnarskrá. Þrátt fyrir það þurfa allir skattgreiðendur að standa skil á sóknargjöldum. Til þess að slíkt verði talast standast stjórnarskrá er þeim hins vegar heimilt að velja milli þess hvort sóknargjöld renni til Ríkiskirkjunnar eða til annarra trúfélaga, lífsskoðunarfélaga eða þá til Háskóla Íslands.
Skoðanafrelsi er líka varið í stjórnarskrá. Ríkið er ekki síður umsvifamikið þegar kemur að því að móta veraldlegar skoðanir fólks en trúarlegar. Hver og einn skattgreiðandi þarf gjalda sérstakan skatt til Ríkisútvarpsins, sambærilegan sóknargjöldum til Ríkiskirkjunnar.
Hvaða rök standa til þess að ekki eigi sama að gilda um þær kirkjur og stofnanir sem starfa á andlega sviðinu og hinu veraldlega – ríkisstofnanir sem móta skoðanir og hafa gríðarleg áhrif – þegar hvort tveggja er varið í stjórnarskrá, trúfrelsi og skoðanafrelsi.
Af hverju er það metið svo að skyldubundin gjöld til Ríkiskirkjunnar gangi gegn trúfrelsi en skyldubundin gjöld til Ríkisútvarpsins gangi ekki gegn skoðafrelsii? Af hverju á fólk ekki að ráða því hvort það lætur útvarpsgjaldið renna til Ríkisútvarpsins eða til annarra fjölmiðla, nú eða til góðgerðamála?
Gæti það ekki orðið grundvöllur að „sátt um Ríkisútvarpið“ að skattgreiðendur mættu ráðstafa útvarpsgjaldinu með sambærilegum hætti og þeir geta ráðstafað sóknargjöldum?
Fyrst það er á annað borð talið svona brjálæðislegt að ímynda sér tilveruna án Ríkisútvarps eða Ríkiskirkju.
- Rétta leiðin er aldrei auðveld - 3. febrúar 2023
- Foreldramótin - 10. júlí 2021
- Veiði eða della - 30. júní 2021