Kæra samfélag. Þú getur ekki bæði beðið mig um að kaupa ekki einnota plastpoka í búðum OG skyldað mig til að setja allt ruslið mitt í tunnuna í einnota plastpokum. Það meikar engan sens.
Empírísk rannsókn bendir til eftirfarandi.
a) Starfsmenn borgarinnar taka því ekki fagnandi að maður troði jólatrénu í tunnuna.
b) Starfsmenn borgarinnar gera ekkert í því þótt maður skeri jólatréð niður í búta og setji það í tunnuna í Bónus-pokum.
Og svo má kannski velta því fyrir sér hvort sé umhverfisvænna.
Innkauppokar eru notaði undir rusl. Ef ég hætti að kaupa innkaupapoka þá lendi ég í vandræðum því mig fer að vanta ruslapoka.
Ég get auðvitað leyst þetta með því að kaupa ruslaplastpoka í rúllum. Og borið þá heim í fína margnota taupokanum mínum.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021