Þökk sé ferðamönnum

“Borgarbragurinn í Reykjavík ber fless glögg merki, að fjöldi erlendra ferðamanna heimsækir okkur þessa dagana. Fjölmennastir eru þeir hópar, sem koma með skemmtiferðaskipum. Svo mjög hafa þessir hópar sett svip á bæinn, að suma daga hefir virzt sem annar hver maður sem maður sér í miðborginni sé útlendur ferðamaður.”

“Borgarbragurinn í Reykjavík ber fless glögg merki, að fjöldi erlendra ferðamanna heimsækir okkur þessa dagana. Fjölmennastir eru þeir hópar, sem koma með skemmtiferðaskipum. Svo mjög hafa þessir hópar sett svip á bæinn, að suma daga hefir virzt sem annar hver maður sem maður sér í miðborginni sé útlendur ferðamaður.”

Umræddur texti er fenginn úr blaðinu Vísi og birtist hann 13. júlí 1967. En ekkert, að zetunni undanskildri hindrar að hann hefði getað birst [birzt] í dag. Sé hangið á timarit.is má sjá sömu þemu sem endurtaka sig ár eftir ár þegar rætt er um fjölda ferðamanna: 1) Menn undrast hálfpartinn á því fyrir sér hve margir ferðamennirnir seú orðnir. 2) Menn fagna gjaldeyristekjunum. 3) Hafa áhyggjur af átroðningnum á helstu nátturuperlur.

En fjöldi erlendra gesta á Íslandi hefur samt tuttugufaldast frá því að að orðin að ofan voru sett á blað: Sjá hér: http://data.is/14IjiNh
***

Ég var að hanga með sonum mínum á túni í Hlíðunum þegar ég sá nokkra menn, karlmenn á miðjum aldri í labbitúr. Þeir fylgdust með tilraunum okkar til að að skjóta teygjutrekkjarðri leikfangaflugvélinni sem lengst yfir grasbalann. Þeir skiptu á milli sín nokkrum, sæmilega hlýjum orðum, um þessa iðju okkar. Á íslensku.

Ég fór að hugsa… Hvernig þekkir maður útlending í Reykjavík? Jú, hann er labbandi. Jú jú, svo er hann líka oft með bakpoka og stundum með landakort. En þó hann glápi ekki á götuskilti þá er hann oft auðþekkjanlegur engu að síður. Því hann labbar í stað þess að keyra.

Maður hefur vissulega séð Íslendinga skokkandi eða hjólandi. Stundum má sjá íslenskar mæður og íslenska feður með barnavagna eða íslensk hjón í labbitúr.Einstaka sinnum má sjá Íslendinga með innkaupapoka, en bara niðri í bæ. En fjórir fertugir edrú íslenski karlmenn í Hlíðunum. Það er nýtt.

Þetta fær mann reyndar til að átta sig á því þvílík vítamínssprauta fyrir allt mannlíf ferðamenn geta orðið. Þeir labba í stað þess að keyra. Þeir borða á veitingastöðum. Þeir skoða söfn. Þeir versla mat í allt of dýrum búðum. Og stundum gera þeir kröfur um að eitthvað sé smekklegt. Sem er gott.

Það eru ekki mörg ár síðan þeir sem ferðuðust um Ísland gátu helst valið um það hvort þeir vildu fá kokteilsósu með hamborgaranum eða ekki. Þetta horfir nú allt til batnaðar. Á Ísafirði, þar sem þessi orð vpru skrifuð, taldi ég minnst sex veitingastaði. Svona með staði vínveitingaleyfi og kvöldmatseðil. Það er mjög jákvætt.

Í Reykjavík keyrir djammlífið nú á tveimur vöktum. Margir Íslendingar mæta, líkt og áður, ekki í bæinn í þann fyrr en RÚV spilar útvarpsfréttir í dagskrárlok. En sé Laugavegurinn genginn um sjöfréttaleytið má sjá hóflega drukkið fólk í flís og polýester leitandi að hótelinu sínu eða pítsusneið.

Ég segi: “Takk, ferðamenn”. Og þá meina ég ekki fyrir gjaldeyrinn. Nóg er röflað um þennan fríkings gjaldeyri. Takk fyrir að gera Ísland örlítið meira klassý.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.