„Réttlætisþörf“

Dómsmál, sérstaklega þau sem varða ógeðfelld mál vekja stundum verri kenndir í okkur öllum. Allt í einu margt að snúast um að þolendum sé bætt tjón þeirra, að þeir sem afbrotin fremja valdi ekki fleirum skaða eða að þeir sem afbrotin fremja verði gerðir að betra fólki. Nei, „réttlætisþörf“, það fer allt að snúast um réttlætisþörf.

Dómsmál, sérstaklega þau sem varða ógeðfelld mál vekja stundum verri kenndir í okkur öllum. Allt í einu margt að snúast um að þolendum sé bætt tjón þeirra, að þeir sem afbrotin fremja valdi ekki fleirum skaða eða að þeir sem afbrotin fremja verði gerðir að betra fólki. Nei, „réttlætisþörf“, það fer allt að snúast um réttlætisþörf.

Því miður er ég ekki saklaus af þessu. Skrifaði eitt sinn heila grein um að hverju rangt væri að telja að AB Breivík væri geðveikur. Því það myndi ekki uppfylla *mína* þörf fyrir réttvísi. Lágpunkturinn á ritferlinum. http://visir.is/alveg-klikk/article/2011712029989.

Þurfi að svara sjálfum mér hálfu ári síðar, þegar maður var kominn í andlegt jafnvægi. http://visir.is/ad-thurfa-ad-hefna/article/2012706159989.

Ég ætla ekki að pranga mínu neinu upp á neinn. Brenndur af eigin mistökum, ætti kannski bara að halda mér saman. Menn verða kannski að fá að rasa út og sjá eftir því síðar, eða ekki. Kannski samt ágætt að menn spyrji sig: „Hverju er ég að tala fyrir? Bættu tjóni fórnarlamba? Öryggi annarra borgara? Betrun brotamannanna?“ Og ef engu af þessu, hverju þá? Og af hverju?

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.