Enginn hefur kallað mig frjálshyggjusauðnaut í nokkrar vikur, gera þarf bragarbót á því. Meðan ég man: Besta gjöfin sem hægt er að gefa annarri manneskju: Peningar.
Það kannast flestir við það að fá pening að gjöf. Maður veit stundum ekki alveg hvað maður á að gera við þá tilfinningu. Einhvern veginn þykja peningagjafir samfélagslega iffý. Hvers vegna? Kannski finnst fólk að sá sem gefur hafi ekki nennt að spá í hvað manni líkar, eða ákveðið að færa vinnuna við að velja gjöfina yfir á mann sjálfan. Jájá, kannski eru þetta valid punktar.
En samt. Þetta eru peningar. Hvenær á maður of mikið af þeim? Hvenær hefur fimmþúsundkallinn sem amma gaf manni hafi legið ónotaður fram til vors? Hvenær gerðist að maður ætlaði að skipta peningunum í peninga sem maður fílaði betur en beið of lengi og er nú of seinn? Hver kannast svo við peninga sem manni líkaði illa við en kunni ekki við að henda til að særa ekki tilfinningar þess sem gaf manni þá? Eða fékk tvo eins peninga (vandræðalegt!) og sat uppi með báða.
Hugsum þetta líka frá annarri hlið. Hverjum myndi maður sjálfur ekki gefa pening í jólagjöf? Fíklum, spilafíklum, fólki “í ruglinu”. Sá sem gefur þér peninga segir því :”Ég þekki þig kannski ekki nógu vel til að vita hvort þú fílir Ásgeir Trausta eða ekki, en ég veit að þú ert engin hálfviti og munt eyða þessu í það sem þú heldur að komi þér best, án þess að valda sjálfum þér eða öðrum skaða.”
Það er gott að fá traust í skóinn.
Ég ættingja í Póllandi sem gefur mér stundum gjaldeyri þegar við hittumst. Lengi voru það dollarar en á seinustu árum eru það evrur. Mér þykir mjög vænt um það þó ég “þurfi” auðvitað ekki á því “að halda”. Kannski þykir mér svona vænt um það vegna þess að eðli gjafarinnar er þannig að ég get fengið sömu gjöf reglulega án þess að hún nýtist einhvern tímann verr. Og líka það að í hugum einhvers er ég áfram barn sem hefur gaman að fá pening til að geta keypt sér dót. Og jólin eru, jú, hátíð barnanna.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021