Enn ein hugmyndin

Nú fyrir helgi og svo aftur eftir að úrslit kosninga um tillögur stjórnlagaráðs lágu fyrir varpaði Jóhanna Sigurðardóttir fram þeirri hugmynd að endanlegt frumvarp til stjórnskipunarlaga ætti að leggja í aðra þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða kosningum í vor. Þetta er ekki það sem ákveðið var þegar boðað var til atkvæðagreiðslunnar.

Nú fyrir helgi og svo aftur eftir að úrslit kosninga um tillögur stjórnlagaráðs lágu fyrir varpaði Jóhanna Sigurðardóttir fram þeirri hugmynd að endanlegt frumvarp til stjórnskipunarlaga ætti að leggja í aðra þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða kosningum í vor. Þetta er ekki það sem ákveðið var þegar boðað var til atkvæðagreiðslunnar.

Í meirihlutaáliti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með þingsályktunartillögunni um þjóðaratkvæðagreiðsluna sagði:

Gildistaka nýrrar stjórnarskrár.

Meiri hlutinn er þeirrar skoðunar að frumvarp Alþingis, að aflokinni síðari samþykkt þess skv. 79. gr. gildandi stjórnarskrár, eigi að bera undir þjóðina til endanlegrar staðfestingar og gildistöku í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.“ (sjá: http://www.althingi.is/altext/140/s/1097.html)

Nefndin hafði leitað álits hjá Björgu Thorarensen sjá (http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=140&malnr=636&dbnr=1641&nefnd=se) um mögulegar leiðir til að tryggja bindandi aðkomu kjósenda að samþykkt nýrrar stjórnarskrár. Sú leið sem meirihlutinn lýsir hér að ofan lýsir “Leið 2” í minnislblaði Bjargar. Leið 1 fólst í bráðabirgðarákvæði. Sú leið hafði verið farin 1942.

Tillaga að verkferli sem lagt var upp með og meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var sem sagt þessi:

1)Ráðgefandi þjóðaratvkvæðagreiðsla
2)Efnisleg umræða á þingi
3)Frumvarp til stjórnskipunarlaga samþykkt
4)Þingrof
5)Nýtt þing samþykkir nýja stjórnarskrá með gildistökuákvæði.
6)Bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla
7)Ný stjórnarskrá tekur gildi (ef kjósendur samþykkja)

Það sem Jóhanna leggur nú til er þetta:

1) – 4) eins og áður
5) Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða kosningum
6) Nýtt þing samþykkir stjórnarskrárbreytinguna (ef kjósendur samþykkja)
7) Ný stjórnarskrá tekur gildi.

Þessi hugmynd styttir þann tíma sem Alþingi hefur til efnislegrar umræðu um málið í þjóðaratkvæðagreiðsluna þarf að boða með minnst þriggja mánaða fyrirvara. Hún brýtur fyrirheit um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu (nema að til standi að boða til þriðju þjóðaratkvæðagreiðslunnar að kosningum loknum,sem ég geri ekki ráð fyrir). Þetta er önnur leið en sú sem þingnefndin lagði upp með og lofaði í meirihlutaáliti sínu. Því miður er þetta enn ein tillaga að því að breyta ferli stjórnarskrárbreytinga í miðju klíðum. Ég vona að þetta sé misskilningur. Meirihlutinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hlýtur að vera að vera skipaður mönnum og konum orða sinna.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.