Ríkissjónvarpið 2.0.

Ríkisútvarpið ohf. hyggst færa út kvíarnar og hefja útsendingu á annarri sjónvarpsrás. Eins konar Rás 2 ríkissjónvarpsins, starfrænt og voða fínt. Útvarpsstjóri segir að þetta eigi að vera svona „viðburðarrás“ til að sýna frá íþróttaviðburðum. Þessi fyrirhugaða útþensla, eða rás, Ríkisútvarpsins er arfavond hugmynd og fær ekki samræmst hlutverki Ríkisútvarpsins um að sinna útvarpsþjónusta í almannaþágu. Öllu verra er að svona æfingar hins opinberra grafa hratt undan starfsemi annrra miðla á samkeppnismarkaði.

Ríkisútvarpið ohf. hyggst færa út kvíarnar og hefja útsendingu á annarri sjónvarpsrás. Eins konar Rás 2 ríkissjónvarpsins, starfrænt og voða fínt. Útvarpsstjóri segir að þetta eigi að vera svona „viðburðarrás“ til að sýna frá íþróttaviðburðum. Þessi fyrirhugaða útþensla, eða rás, Ríkisútvarpsins er arfavond hugmynd og fær ekki samræmst hlutverki Ríkisútvarpsins um að sinna útvarpsþjónusta í almannaþágu. Öllu verra er að svona æfingar hins opinberra grafa hratt undan starfsemi annrra miðla á samkeppnismarkaði.

Það má allt eins búast við því að fylgjendur útþenslu ríkisins á sem flestum sviðum mannlífsins beri því við að það séu mannréttindi í flokki annarrar kynslóðar, jafnvel þriðju kynslóðar mannréttinda, að fá að horfa á íþróttir í sjónvarpi í boði ríkisins sem og að þurfa ekki að horfa á íþróttir þegar flytja á kvöldfréttir í boði ríkisins. Af þeim sökum hljóti almenningur að taka því fagnandi að Ríkisútvarpið auki umsvif sín á kostnað frjálsrar samkeppni á fjölmiðlamarkaði.

Eflaust eru einhverjir hrifnir af þessari fyrirhugaðri nýjung Ríkisútvarpsins og finnst vel til fundið að Ríkisútvarpið bjóði almenningi upp á fjölbreytta íþróttadagskrá á sérstakri rás, fjölgi afþreyingarvalkostum og að þetta sé alls ekki spurning um einhver framsækin mannréttindi heldur sé eingöngu verið að auka þjónustuna við íþróttaáhugafólk og andíþróttaáhugafólk og þannig sé verið að nýta nýju tæknimögleikana til að gera lífið aðeins huggulegra.

Það er alveg rétt að þetta mál snýst ekki um mannréttindi, að minnsta kosti ekki beint og þá alls ekki um að það séu til einhver algild afþreyingarréttindi. Þetta snýst einfaldlega um andmæla þeirri bábilju og þeim öfugmælum að allt verði betra í samfélaginu ef ríkisvaldinu sé bara falið að sjá um allt fyrir alla – að það sé ekki lausn að láta hið opinbera fá aukið hlutverk, meiri valdheimildir og meira fé, heldur er það ávísun á stórkostlegt vandamál fyrir alla.

En það er á brattann að sækja fyrir frjálslynd viðhorf þar sem hin fögru fyrirheit hins algóða ríkisvalds fella fólk sífellt í freistni. Frá því ákvörðun er tekin að fara veginn til ánauðar birtast reglulega vegaskilti með sífellt stærri loforðum:

-Eru reykingar nágrannans pirrandi? Ekki örvænta, ríkið ætlar að banna honum að reykja!
-Vantar þig vinnu? Engar áhyggjur, við hjá ríkinu ætlum að búa til starf fyrir þig!
-Er erlenda samkeppnin hörð? Bíddu rólegur, við ríkið munum loka fyrir alla starfsemi erlenda auðmanna í landinu.
–osfrv.

Oft eru brögðin og rökin sem beitt eru gríðarlega vel heppnuð og lymskuleg. Hvernig er til að mynda annað hægt en að taka hattinn ofan fyrir því að komið var á fót kerfi hafta og tolla á matvæli frá hinum löndunum en telja svo fólki trú um að það sé gert til að stuðla að fæðuöryggi? Og hver vill ekki núna fá frá ríkinu nýja og fína stafræna íþróttasjónvarpsstöð? Seinna er jafnvel hægt að láta almenning sjá allar skemmtilegustu bíómyndirnar á annarri ríkissjónvarpsstöð alveg frítt, svona þannig til þess að gera! Og eru ekki þessar einkareknu áskriftarstöðvar þá bara algjörlega óþarfar?

Færa má ýmis haldbær rök, með og á móti, í umræðunni um hlutverk ríkisvaldsins á sviði mennta- og heilbirgðismála, svo stórir málaflokkar séu nefndir. En rökin fyrir tilvist Ríkisútvarpsins í núverandi mynd verða aldrei meira en verulega veik. Þó má upp að pínulitlu marki með íhaldsamri viðleitni og sáttarhug fallast á að eitthvað er til í þeim sjónarmiðum að Ríkisútvarpið hafi ákveðnu hlutverki að gegna sem útvarp í almannaþágu. Sú málamiðlun er þá algjörlega háð því að Ríkiútvarpið hindri ekki á neinn hátt starfsemi frjálsra fjölmiðla á samkeppnismarkaði og um Ríkisútvarpið gildi lög, eins og um starfsheimildir annarra ríkisapparata, sem kveði skýrt á um með takmarandi hætti hvernig það beri að starfa.

Þessi nýja „viðburðarstöð“ Ríkisútvarpsins rúmast ekki innan þess ramma sem útvarpi í almannaþágu ber að starfa innan. Það sem er verra er að þetta útspil er beinlínis beint gegn hinum frjálsu einkareknu miðlum á samkeppnismarkaði og til þess fallið að grafa undan starfsemi þeirra. Slíkir einokunartilburði miðils í eigu hins opinberra gegn frjálsu framtaki í landinu eru óþolandi, eiga ekki að líðast og mega ekki ná fram að ganga.

Latest posts by Teitur Björn Einarsson (see all)

Teitur Björn Einarsson skrifar

Teitur hóf að skrifa á Deigluna í febrúar 2006.