Á Íslandi hafa einungis fimm manns gengt embætti forseta lýðveldisins frá stofnun þess. Það gerist því frekar sjaldan að landsmenn fái að velja sér forseta. Þetta á sérstaklega við ef taka á mið af síðustu tveimur forsetum sem munu báðir hafa setið fjögur kjörtímabil þegar (ef?) Ólafur Ragnar Grímsson leggur niður forsetaskjöldinn og heldur á vit nýrra ævintýra í harðbýlli heiðgrænni Mosfellssveitinni.
Það hefur án efa verið skálað í hýbýlum Hrannars og Jóhönnu þegar fréttist að það yrðu forsetakosningar án Ólafs í vor þar sem það þýðir annars vegar að ríkisstjórnin losnar við óþægan ljá í þúfu sem hikar ekki við að hafna lögum í hvívetna, og hinsvegar að athygli sem færi annars á viðkvæma ríkisstjórn færist yfir á kosningar.
Nú er því sjaldgæft lag til þess að gera fólki upp löngun á starfi sem því langar kannski ekkert í þar sem enginn hefur ennþá lýst yfir framboði og einnig hefur enginn lýst því yfir að hann sé ekki í framboði. Starfið er þó gott á margan hátt: innivinna, frítt húsnæði (reyndar langt út í sveit), góð laun, ferðir til framandi staða eins og Dúbæ og Patreksfjarðar og boðsmiðar í Hörpuna (með frátekin sæti).
Að öllum málefnalegum kostum forseta frátöldum þá þarf hann að vera myndarlegur til þess að eiga raunhæfa möguleika. Einnig þarf hann að vera velþekktur þar sem það þykir ekki fínt að eyða miklum peningum í auglýsingar (þá ertu annaðhvort mjög ríkur = vondur eða þá með marga “styrktaraðila” = spilltur). Fleiri skilyrði þarf eiginlega ekki að ná (nema vera íslendingur og 35 ára). Til dæmis þá fellur tal um að vera “góð íslenskumanneskja” um sjálft sig þegar fólk nefnir Dorrit Moussaief sem bestasta kostinn í heimi.
Í því ljósi er hér fullkomlega óábyrg upptalning á mögulegum og ómögulegum frambjóðendum til embættis forseta Íslands eftir efnisflokkum:
Tónlistarforsetinn – Mugison
Myndlistaforsetinn – Ragnar Kjartansson
Bókmenntaforsetinn – Gerður Kristný Guðjónsdóttir
Íþróttaforsetinn – Ólafur Stefánsson
Íþróttaálfsforsetinn – Magnús Scheving
Háskólaforsetinn – Kristín Ingólfsdóttir
Fyrrverandi ráðherraforsetinn – Guðni Ágústsson
Fyrrverandi stjórnlagaráðsformannsforsetinn – Salvör Nordal
Fyrrverandi forsetafrúarforsetinn – Dorrit Moussaieff
Fyrrverandi forsætisráðherraforsetinn – Þorsteinn Pálsson
- Róleg og aflslöppuð aðgerðaráætlun í loftslagsmálum - 28. júlí 2021
- Í hvernig umhverfi blómstrar nýsköpun? - 8. júní 2021
- Viðskipti á tímum Covid - 20. maí 2021