„Við megum ekki gleyma að hér varð hrun“

Það virðist sem unnt sé rökstyðja jafnvel fáranlegustu hugmyndir með vísan í bankahrunið, reyni menn nógu mikið. Að sjálfsögðu á að læra á reynslunni, en þá er lágmark að athuga líka hvort góð reynsla sé af þeim breytingum sem verið er að leggja til. Allsherjarríkisvæðing allra jarða var ekki góð hugmynd fyrir hrun og er ekki enn.

Það virðist sem unnt sé rökstyðja jafnvel fáranlegustu hugmyndir með vísan í bankahrunið, reyni menn nógu mikið. Að sjálfsögðu á að læra á reynslunni, en þá er lágmark að athuga líka hvort góð reynsla sé af þeim breytingum sem verið er að leggja til.

LEIKÞÁTTUR HEFST

H: Hvað finnst þér með þetta Grímsstaðamál?

V: Æ, mér finnst bara flott af Ögmundi að banna þetta. Ég kæri mig ekki um að erlendir auðmenn, sem við vitum ekkert um, kaupi hér upp fullt af landi.

H: Já, finnst þér það? Fyrir mér þá var þetta málið: Einn maður átti jörð, hann vildi selja hana, annar átti pening og vildi kaupa hana. Og eina ástæðan fyrir því að við gátum bannað að þetta yrði gert var af því að seinni maðurinn var útlendingur. Mér finnst það ekki í lagi.

V: Já, veistu, ég er eiginlega alveg sammála þér þannig. Þetta snýst ekki um að ég hafi neitt á móti útlendingum. Mér er sama hvort auðmaðurinn sé útlendingur eða Íslendingur. Það ætti að setja einhverjar almennar takmarkanir á þetta, sem giltu jafnt fyrir alla.

H: Hvernig takmarkanir áttu við?

V: Æi, bara að menn geti ekki keypt sér endalaust mikið af landi í óljósum tilgangi að braska með og græða á því. Svona ef ég fengið einhverju ráðið þá myndi einkaeignarhald á jörðum almennt heyra sögunni til.

H: Ertu að meina þetta? Hvað með alla bændur? Eða fólk sem á einhverjar lóðir? Þetta er náttúrlega stórfelld eignaupptaka.

V: Nei, æ, ég var ekki að hugsa þetta þannig að einhverjir bændur eða fjölskyldur mættu ekki eiga einhverjar jarðspildur til að nýta í eigin tilgangi. Svona persónuleg nýtingareign er kannski í lagi, í bili allavega. Eða að menn fái að leigja jarðir af ríkinu í einhvern tíma. En ekki að menn eigi einhver víðerni, sem menn kaupa án góðrar ástæðu til að braska með. Það finnst mér fáranlegt.

H: Þetta myndi auðvitað þýða gjörbreytingu á því fyrirkomulagi sem hefur hefur verið við lýði á hjá okkur. Þú ert beisikklý að tala um að taka eignarréttinn úr umferð og breyta í einhvers konar kommúnisma. Ertu viss um að það sé sniðugt?

V: Það er náttúrlega löngu orðið tímabært til að taka þetta kapítalíska kerfi til gagngerrar endurskoðunar. Og eignarrétturinn er auðvitað ekki undanskilinn. Við verðum að læra af reynslunni. Við megum ekki gleyma að hér varð hrun.

LEIKÞÆTTI LÝKUR

Flestir sósíalistar eru ekki nasistar og vilja síst af öllu vera. Af því leiðir að ef hægt er að tengja stefnu sína við þjóðernishyggju með einhverjum hætti þá grípa þeir til þess að lofa að beita sömu þvingunarúrræðum gagnvart öllum, óháð þjóðerni. Það er auðvitað ekki minna glatað. Og ef velja á milli þess að einungis Íslendingar og EES-borgarar njóti ákveðinna sjálfsagðra réttinda á Íslandi eða að enginn geri það, þá velja pragmatískir menn ég þó það fyrrnefnda. Með hraunbragð í munni.

Ályktun VG í Reykjavík um að til „einkaeignarhald á jarðnæði heyri almennt sögunni til“ er auðvitað ekki sett fram sem grín eða „einungis til að skapa umræðu“. Menn sem skapa umræðu um eitthvað vilja auðvitað sjá það gerast. Ályktun kemur frá stóru aðildarfélagi eins stjórnarflokka, hún á sér ákveðinn hljómgrunn í þjóðfélaginu, ráðherrar í ríkisstjórn tala á svipuðum nótum, og á seinasta vinnustað undirritaðs, stjórnlagaráði, komu einnig fram hugmyndir um landsvæði teldust almennt til þjóðareigna, þótt svo það hafi til allrar hamingju ekki staðið inni í tillögunum lengi. En þau skilaboð að eignarrétturinn sé úr sér genginn má sem sagt sjá og heyra víða.

Hugmyndum um allsherjarríkisvæðingu alls þarf að taka af alvöru og andmæla af hörku. Þeim er svarað þannig að nákvæmlega ekkert bendir til að forsenda fyrir efnahagsbata heimsins sé veiking eignarréttar. Það gengur ekki að nota bara frasann „hér varð hrun“ og rökstyðja þannig alla þá ítrustu þjóðnýtingardrauma sem maður hefur einhvern tímann haft.

Gott og vel, lærum af reynslunni, en ekki bara þeirri sem næst okkur er í tíma og rúmi. Því má ekki gleyma að þær hugmyndir að „einkaeignarhald á jarðnæði heyrði almennt sögunni til“ hafa alveg verið reyndar í stórum hluta heims. Og þar varð nú aldeilis hrun líka.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.