Í gær var kosið og nú hafa úrslitin verið birt. Við getum vonandi sætt okkur við niðurstöðuna og haldið áfram. Því að það hefur verið ömurlegt að sjá hvernig fólk er búið að hafa sig frammi síðustu daga. Í raun ekki bara síðustu daga heldur alveg síðan að hrunið átti sér stað.
Við fengum öll kalda gusu í andlitið við bankahrunið árið 2008 og margir hafa enn ekki jafnað sig. Það er samt ömurlegt að horfa upp á hvert þjóðin snéri sér því að umræðan hefur oft verið á alvarlegum villigötum síðustu ár. Í staðinn fyrir að taka á málum með skynsemi virðast öfgar frekar hafa fengið að ráða ferðinni.
Það getur svo sem vel verið að þessi þróun hafi ekkert með hrunið að gera. Þetta er kannski afleiðing af internetinu því að svipuð skipting í umræðunni var farinn að myndast í Bandaríkjunum í forsetatíð Bush yngri og ekki hefur hún batnað nú þegar að Obama stjórnar.
Það er samt leiðinlegt að sjá hvernig málefnalegar niðurstöður hafa fengið að víkja fyrir pælingum öfgamanna, hvort sem það er á vinstri eða hægri armi stjórnmálalitrófsins. Við verðum nefnilega öll að muna að þeir sem hallast of mikið í eina átt hugsa mest um hag eigin stjórnmálaskoðanna eða flokks.
Auðvitað eru enn til menn sem reyna taka málefnalega á hlutunum. Það eru samt fleiri sem blogga nafnlaust á internetina, öskra í útvarpinu eða rífast í sjónvarpinu. Þannig er bara ekki hægt að komast að niðurstöðu, því það er þannig sem sundrung verður til í samfélaginu. Sundrung eins og sú sem flestir upplifðu síðust vikuna.
Það væri því yndælt ef fólk myndi taka sig til og hlusta frekar á þá sem tala af öryggi og ró. Slökkvum á öfgamönnunum því annars finnum við enga sátt.
- Af veirum og vöðvabólgum - 19. nóvember 2020
- Minningahöll að molum orðin - 5. október 2015
- Steypum yfir miðbæinn! - 30. september 2015