Vilja Íslendingar nýta orku landsins?

Á hátíðisstundum er oft haft á orði að Ísland sé rík þjóð í krafti þeirra orku sem hún býr yfir. Ef þessi auðæfi eiga að færa þjóðinni tekjur þá þarf að nýta orkuna. Umræða um orkunýtingu á Íslandi hefur verið föst í slagorðastíl þar sem menn forðast málefnalega umræðu eins og heitan eldinn. Einfaldari reglur eins og sá sem talar hæst hefur rétt fyrir sér eru oft þægilegri en að þurfa að hlusta á andstæðinginn.

Á hátíðisstundum er oft haft á orði að Ísland sé rík þjóð í krafti þeirra orku sem hún býr yfir. Ef þessi auðæfi eiga að færa þjóðinni tekjur þá þarf að nýta orkuna. Umræða um orkunýtingu á Íslandi hefur verið föst í slagorðastíl þar sem menn forðast málefnalega umræðu eins og heitan eldinn. Einfaldari reglur eins og sá sem talar hæst hefur rétt fyrir sér eru oft þægilegri en að þurfa að hlusta á andstæðinginn.

Flestir Íslendingar tilheyra hvorugum öfgaarmi umræðunnar. Almennt vill fólk nýta orku landsins, en á þann hátt að sómi sé að. Að við virkjum þar sem hvað minnst náttúruspjöll verða á meðan önnur svæði njóta verndar. Á þessum sáttargrunni var fyrir mörgum árum síðan ákveðið að vinna rammaáætlun um orkunýtingu á Íslandi. Rammaáætlun er tilraun til þess að sætta sjónarmið náttúruverndar og auðlindanýtingar með þeim hætti að sem flestir geti vel við unað.

Stefnumótandi áætlun um auðlindanýtingu felur í sér tæmandi listi yfir virkjanakosti á Íslandi. Þeim er raðað í forgangsröð og það er einnig tekið fram hverjir eru ekki í boði vegna verndunar. Möguleg orka til nýtingar verður þar með takmörkuð. Þegar aðgangur að auðlind er takmörkuð þá hætta menn að hugsa eins og gullgrafarar (hvar er næsta gullæð?) og byrja að hugsa eins og sjálfsþurftarbóndi sem nýtir allar afurðir og hliðarafurðir en hendir engu líkt og með sauðkindina forðum.

Nærtækt dæmi er þegar íslendingar tóku upp kvótakerfi. Í kjölfar þess að aðgangur að auðlindinni var takmarkaður þá fóru menn að huga að því að fá hærra verð fyrir fiskinn (t.d. með betri meðferð afla), að nýta fiskinn betur (betri skurðarvélar, betri vogir) og nýta hliðarafurðir (þorskhausar á Nígeríumarkað). Það má segja að menn hafi farið að einbeita sér að nýsköpun.

Það er yrði mikið framfaraskref ef Alþingi myndi takast að samþykkja rammaáætlun um nýtingu og verndum náttúruauðlinda. Jaðarmenn til beggja átta munu aldrei verða sáttir og má umræðan ekki halda áfram að snúast um þá. Rammaáætlun er vandaðasta verkið á þessu sviði og getur orðið grundvöllur sáttar meirihluta landsmanna um auðlindamál.

Nánar um Rammaáætlun: http://www.rammaaaetlun.is/

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.