Það er ótrúlegt að hugsa til þess að nú séu liðin rúmlega tvö ár frá bankahruni. Þegar maður lítur til baka, þá var maður sannfærður um að íslenka þjóðin yrði fljót að vinna sig upp úr hruninu og ríkisstjórn landsins, sama hvaða flokka hún skipaði, mundi vinna ötullega að því að rétta þjóðarskútuna við á ný. Því er sorglegt að hugsa til þess að fátt hefur gerst á þessum tveimur árum og fátt vitrænt hafi komið út úr stjórnarráðinu. Staðan er einfaldlega þessi:
• Skattgreiðendur þurfa að punga út tæpum hálfum milljarði fyrir stjórnlagaþing
• Þungaðar konur á landsbyggðinni þurfa að flytja til höfuðborgarinnar eða Akureyrar nokkrum vikum fyrir fæðingu
• Pólitísk réttarhöld eru yfirvonandi, Landsdómur mun koma saman í fyrsta sinn
• Umhverfisráðherra vinnur gegn öllu því sem Iðnaðarráðherra gerir
• Ríkisstjórnin hefur komið í veg fyrir 2000 ný störf á Reykjanesi
• 20.000 störf hafa tapast á almennum vinnumarkaði frá hruni
• Eftir 18 mánuði á valdastóli, er ríkisstjórnin fyrst núna byrjuð að hefja viðræður um að leysa skuldavanda heimilanna
• Ríkisstjórnin ætlar að auka listamannalaun um þriðjung á meðan skorið er niður grunnþjónustu landsmanna
• Dómsmálaráðherra landsins er andvígur NATO
• Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vinnur gegn öllu því sem utanríkisráðherra gerir
• Pólitískar ráðningar hafa aldrei verið jafn áberandi
• Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 3500 frá hruni
• Tugum milljarða er eytt í byggingu tónlistarhús í miðborg Reykjavíkur
• Almenningur þarf að sýna farseðilinn sinn í bönkum til að kaupa erlendan gjaldeyri
Svona er Ísland í dag.
- Vanhugsuð friðun - 10. janúar 2012
- Obama náði Osama - 5. maí 2011
- Stjórnlagaþingsklúður - 29. nóvember 2010