Sá mælikvarði ESB sem við vildum ekki ná

Atvinnuleysi á Íslandi mælist nú 9% sem jafngildir því að rétt tæplega 15. þúsund manns séu án atvinnu, en til samanburðar þá voru atvinnulausir í september 2008 um 2500 manns. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst að staða fjölmargra fjölskyldna í landinu hefur gjörbreyst til hins verra á síðastliðnum tveimur árum. Úrræðin til þess að aðstoða fólk við að komast aftur út á vinnumarkaðinn virðast því miður ekki vera að virka sem skildi. Reglugerð um vinnumarkaðsaðgerðir fyrir atvinnulausa þar sem atvinnulausum býðst meðal annars starfsþjálfun, starfsendurhæfing, aðgangur að tilteknu námi og margt fleira virðist ekki vera að reynast atvinnulausum eins vel og við mátti búast en samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnulífsins, Atvinna fyrir alla, þá tóku einvörðungu 8% þátt í vinnumarkaðsaðgerðunum sem sem gefur skýra vísbendingu um að endurskoða þurfi að nýju þær vinnumarkaðsaðgerðir sem í boði eru.

Atvinnuleysi á Íslandi mælist nú 9% sem jafngildir því að rétt tæplega 15. þúsund manns séu án atvinnu, en til samanburðar þá voru atvinnulausir í september 2008 um 2500 manns. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst að staða fjölmargra fjölskyldna í landinu hefur gjörbreyst til hins verra á síðastliðnum tveimur árum. Úrræðin til þess að aðstoða fólk við að komast aftur út á vinnumarkaðinn virðast því miður ekki vera að virka sem skildi. Reglugerð um vinnumarkaðsaðgerðir fyrir atvinnulausa þar sem atvinnulausum býðst meðal annars starfsþjálfun, starfsendurhæfing, aðgangur að tilteknu námi og margt fleira virðist ekki vera að reynast atvinnulausum eins vel og við mátti búast en samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnulífsins, Atvinna fyrir alla, þá tóku einvörðungu 8% þátt í vinnumarkaðsaðgerðunum sem sem gefur skýra vísbendingu um að endurskoða þurfi að nýju þær vinnumarkaðsaðgerðir sem í boði eru.

Aukið atvinnuleysi
Ef opinberar spár ganga eftir munum Íslendingar þurfa að horfast í augu við aukið atvinnuleysi á árinu verði ekki gripið í taumana. Spár um 2% hagvöxt merkja áframhaldandi atvinnuleysi. Ef ekkert verður aðgert mun atvinnuleysi aukast í 10-11% á árinu. Þróunin á vinnumarkaðinum er grafalvarleg en samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar fækkaði störfum um 11. þúsund á milli áranna 2008-2009 og meðalvinnustundum fækkaði um rúmlega 10% sem gefur sterka vísbendingu um minni verðmætasköpun í hagkerfinu.

Aldrei fleiri flust af landi brott
Við stöndum frammi fyrir því að aldrei hafa jafn margir flutt frá landinu og á síðasta ári eða tæplega 11. þúsund manns, en 4.835 fleiri fluttu frá landinu en til þess. Næstflestir brottfluttir umfram aðflutta voru árið 1887.

Atvinnuleysi meðal ungs fólks áhyggjuefni
Við erum að missa unga fólkið af landi brott en flestir þeirra sem flust hafa í burtu eru á aldrinum 25–29 ára sem er einmitt fjölmennasti aldurshópurinn á atvinnuleysisskrá eða um 30,5% allra atvinnulausra. Þetta er verulegt áhyggjuefni enda mannauðurinn ein helsta auðlind okkar. Þessar tölur eru skýr skilaboð um að ungt fólk er að sækja sín atvinnutækifæri utan landssteinanna sem þýðir aftur að fjöldi fólks metur það svo að það sé ákjósanlegra að búa annarsstaðar en á Íslandi. Ísland á að vera ákjósanlegur staður fyrir ungt fólk að búa á og við verðum að búa svo um hnútana að það finni kröftum sínum farveg hér heim. Atvinnumálin þola enga bið, ef ekkert verður að gert blasir við að þeim mun fjölga sem velja að flytjast af landi brott.

Atvinnuleysi meðal ungs fólks er sérstakt áhyggjuefni, en fagna ber átaki félagsmálaráðherra þar sem ráðist var í að virkja unga atvinnuleitiendur á aldrinum 16-24 ára.

Langtímaatvinnuleysi
Langtímaatvinnuleysi er jafnframt verulegt áhyggjuefni en rúmlega 4. þúsund manns hafa verið atvinnulausir í meira en 12 mánuði. Við verðum að bregast hratt við og skapa tækifæri á ný. Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn og segja að hér sé atvinnuleysi sambærilegt og í Evrópusambandinu líkt og forsætisráðherra sagði á viðskiptaþingi, við höfum aldrei áður viljað líta þangað til samanburðar hvað atvinnuleysi varðar og við skulum ekki gera það núna. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta ástand og atvinnulausir eiga það skilið að við leitum allra leiða til þess að auka tækifæri þeirra til atvinnu á ný.

Uppbygging framundan
Fagna ber löngu tímabærum tillögum iðnaðarráðherra um næstu skref í atvinnumálum sem kynntar voru fyrir viku síðan og tillögu til þingsályktunar um sóknaráætlun til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt sem forsætisráðherra kynnti í gær. Því fyrirhuguð fyrningarleið í sjávarútvegi og tregða til að greiða götu í framkvæmdum sem tengjast orkumálum hafa ekki verið góðar vísbendingar um atvinnustefnu stjórnvalda, en það er gott að sjá að stjórnvöld hafa ákveðið að setja atvinnumál á landsvísu og rekstrarumhverfi atvinnulífs í forgang á næstu mánuðum. Það er fagnaðarefni út af fyrir sig.

Við verðum öll að leggja okkar af mörkum í uppbyggingu atvinnulífsins og samfélagsins því nú ríður á að sköpuð verð ný störf og atvinnuleysi útrýmt. Markmið þingsályktunarinnar um að Ísland verði í fararbroddi í verðmætasköpun, menntun, velferð og lífsgæðum er verðugt markmið sem vonandi sem flestir taka þátt í að vinna að.

Efnahagsleg endurreisn hefur gengið hægar en vonir stóðu til. Það er því löngu orðið tímabært að við horfum til framtíðar og vinnum saman að því að móta framtíðarsýn fyrir Ísland.

Latest posts by Erla Ósk Ásgeirsdóttir (see all)

Erla Ósk Ásgeirsdóttir skrifar

Erla hóf að skrifa á Deigluna í júlí 2003.